Erlent

Kýldur á kosningafundi

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Mariano Rajoy heilsar upp á kjósendur.
Mariano Rajoy heilsar upp á kjósendur. vísir/epa
Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, var kýldur í andlitið á kosningafundi í borginni Pontevedra á Spáni í dag. Árásarmaðurinn er sautján ára piltur sem fagnaði stíft eftir atlöguna, að því er segir á fréttaveitu AP. Ráðherrann sakaði ekki en gleraugu hans brotnuðu.

Ekki liggur fyrir hvað drengnum gekk til en hann var handtekinn á staðnum. Rajoy virtist þó lítið láta þetta á sig fá og hélt áfram að ræða við kjósendur. Þingkosningar fara fram á Spáni á sunnudag.

Myndband af árásinni má sjá hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×