Erlent

Segja kosningarnar marklausar

guðsteinn bjarnason skrifar
Omar al Bashir á kjörstað í gær.
Omar al Bashir á kjörstað í gær. nordicphotos/AFP
Kosningar hófust í gær í Súdan og standa þær yfir í þrjá daga. Stjórnarandstaðan hvetur fólk hins vegar til að taka ekki þátt, þar sem kosningarnar séu marklausar hvort eð er.

Fullvíst þykir að Omar al Bashir forseti vinni yfirburðasigur og sitji áfram að völdum næsta kjörtímabil, sem stendur yfir í fimm ár.

Bashir er orðinn 71 árs og hefur nú þegar gegnt þessu embætti í sextán ár.

Hann var ákærður fyrir stríðsglæpi árið 2009 vegna fjöldamorða, nauðgana og annars ofbeldis sem stjórnarher hans beitti í Darfúrhéraði. Hann varð þar með fyrstur þjóðhöfðingja til að fá slíka ákæru frá Alþjóðlega sakadómstólnum. Eftir þetta hefur hann ekki getað ferðast úr landi, svo heitið geti, þar sem hann á það á hættu að verða handtekinn og fluttur til Genfar, svo hægt verði að rétta yfir honum.

Árið 2011 klofnaði landið í tvennt vegna langvarandi borgarastyrjaldar og var þá stofnað nýtt ríki, Suður-Súdan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×