Hjálparhönd: "Ég á enga minningu þar sem pabbi var ekki ógn“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 30. september 2015 16:07 Thelma Ásdísardóttir hefur nær helgað líf sitt baráttunni gegn ofbeldi. Hún stofnaði samtökin Drekaslóð fyrir um fimm árum síðan, eftir að hafa sagt frá grimmilegu ofbeldi í æsku, í bókinni Myndin af pabba. Thelma er þekkt sem einstök baráttukona sem réttir öllum þeim sem þurfa hjálparhönd. Thelma sagði sögu sína í þættinum Hjálparhönd sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöld, meðal annars í tilefni þess að um þessar mundir eru tíu ár liðin frá útgáfu bókarinnar. Hún segir það hafa reynst sér afar erfitt að rifja upp minningar sínar úr æsku, en er þakklát fyrir að hafa gert það. Það hafi hjálpað sér mikið og í kjölfarið hafi henni tekist að áorka meiru en hana hefði áður getað dreymt um.Thelma sagði sögu sína í bókinni Myndin af pabba - saga Thelmu eftir Gerði Kristnýju.Draumurinn um eðlilegt líf Hún ólst upp í Hafnarfirði með fimm systrum sínum. Fjölskyldan var fátæk, en móðir Thelmu var harðdugleg; vann mikið, var afar útsjónarsöm og saumaði, prjónaði og sá um allt það sem tengdist fjölskyldulífinu. Faðir Thelmu vann hins vegar ekki, var á örorkubótum, drakk mikið og neytti fíkniefna. „Faðir minn var ofbeldismaður. Hann beitti móður mína ofbeldi frá því ég man eftir mér. Ég á enga minningu þar sem pabbi var ekki ógn, nema þegar hann sat í fangelsi um tíma. Hann var í fangelsi og inni á geðdeildum. Þá voru það bara við systurnar og mamma og þá leið okkur vel. Þessi tími kannski sáði eins konar fræi um hvernig lífið gæti verið,“ segir Thelma. „Pabbi var ekki bara ofbeldismaður gagnvart mömmu heldur beitti hann okkur börnin ofbeldi líka; líkamlegu, andlegu og kannski það sem risti dýpst, kynferðislegt ofbeldi. Hann beitti mig kynferðisofbeldi frá því ég var fimm ára, sem er svona fyrsta skýra minningin sem ég á um þetta ofbeldi.“„Ef ástandið á pabba var slæmt þá vorum við lokaðar inni. Jafnvel í einhverja sólarhringa.“Seldi aðgang að börnunum Ofbeldið var þó ekki einungis af hálfu föður Thelmu. Þegar neysla hans var hvað verst seldi hann aðgang að börnunum, gegn greiðslu sem var meðal annars í formi fíkniefna. „Mamma var uppi á fæðingardeild að eiga yngstu systur mína og á meðan fer pabbi á eitthvað sukk, býður vini sínum og þá eru þeir tveir að misnota okkur.“ Þetta gerði faðir Thelmu fyrst þegar hún var fimm ára gömul, og allt frá því var kynferðisofbeldi partur af hennar tilveru. Ofbeldið einkenndi líf hennar. „Ef ástandið á pabba var slæmt þá vorum við lokaðar inni. Jafnvel í einhverja sólarhringa. Við fengum að fara fram á klósett eða að borða, en annars varð ég bara að vera hjá honum í myrkri og alls konar ógeði,“ segir hún. Allt hafi verið gert til að halda föður þeirra góðum, því annars yrði þeim refsað.Gæludýrin drepin „Hann notaði alls konar aðferðir til að brjóta mig niður. Hann til dæmis drap gæludýrin okkar og ef ég hafði staðið mig illa þá kannski var kettlingi drekkt og ég fékk að vita að það væri mín sök. Enda elska ég ketti í dag og hef alltaf átt ketti.“ Það sem Thelmu þótti hvað erfiðast var að þurfa að horfa upp á fólkið í kringum sig líða illa. „Ég var mjög ung þegar ég reyndi að fá föður minn til að ráðast á mig frekar en mömmu, því mér fannst algjörlega hræðilegt að horfa upp á hann ráðast á mömmu, þannig að ég reyndi að ýta á einhvern takka til að stuða hann.“„Hann til dæmis drap gæludýrin okkar og ef ég hafði staðið mig illa þá kannski var kettlingi drekkt og ég fékk að vita að það væri mín sök.“mynd/myndin af pabbaLifir hvorki í sorg né reiði Thelma hefur ákveðið að lifa ekki í reiði. Hún segist aldrei munu fyrirgefa föður sínum glæpina, en er sátt við hann sem persónu í dag. „Hann kvaldist klárlega yfir því sem hann var að gera, en ekki nóg til að hætta því. Ég hugsaði bara með mér, ég ætla ekki að taka að mér það verkefni að fyrirgefa þetta. Það er hlutur sem hann þarf að eiga við sjálfan sig og sinn æðri mátt eða hvern sem hann leitar til. Ég ákvað samt að ég vildi ná sátt við hann, en ekki glæpina því þeir eru of stórir,“ segir hún. „Til dæmis þegar ég hugsa um allt hvað hann gerði mömmu, systrum mínum, öðru fólki og gæludýrunum okkar. Þá hugsaði ég, nei, ég get ekki sagt þessi orð að þetta sé búið og ég sé sátt við þetta eða einhvers konar fyrirgefningu á glæpunum, en ég vildi ná sátt við hann sem persónu,“ segir Thelma og bætir við að hún sé afar þakklát fyrir allt það sem hún hafi í dag. Því ætli hún að halda áfram að vinna að því að hjálpa öðrum þolendum kynferðisofbeldis og auka umræðu um málaflokkinn.Þáttinn Hjálparhönd má sjá í heild í spilaranum hér fyrir ofan. Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Thelma Ásdísardóttir hefur nær helgað líf sitt baráttunni gegn ofbeldi. Hún stofnaði samtökin Drekaslóð fyrir um fimm árum síðan, eftir að hafa sagt frá grimmilegu ofbeldi í æsku, í bókinni Myndin af pabba. Thelma er þekkt sem einstök baráttukona sem réttir öllum þeim sem þurfa hjálparhönd. Thelma sagði sögu sína í þættinum Hjálparhönd sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöld, meðal annars í tilefni þess að um þessar mundir eru tíu ár liðin frá útgáfu bókarinnar. Hún segir það hafa reynst sér afar erfitt að rifja upp minningar sínar úr æsku, en er þakklát fyrir að hafa gert það. Það hafi hjálpað sér mikið og í kjölfarið hafi henni tekist að áorka meiru en hana hefði áður getað dreymt um.Thelma sagði sögu sína í bókinni Myndin af pabba - saga Thelmu eftir Gerði Kristnýju.Draumurinn um eðlilegt líf Hún ólst upp í Hafnarfirði með fimm systrum sínum. Fjölskyldan var fátæk, en móðir Thelmu var harðdugleg; vann mikið, var afar útsjónarsöm og saumaði, prjónaði og sá um allt það sem tengdist fjölskyldulífinu. Faðir Thelmu vann hins vegar ekki, var á örorkubótum, drakk mikið og neytti fíkniefna. „Faðir minn var ofbeldismaður. Hann beitti móður mína ofbeldi frá því ég man eftir mér. Ég á enga minningu þar sem pabbi var ekki ógn, nema þegar hann sat í fangelsi um tíma. Hann var í fangelsi og inni á geðdeildum. Þá voru það bara við systurnar og mamma og þá leið okkur vel. Þessi tími kannski sáði eins konar fræi um hvernig lífið gæti verið,“ segir Thelma. „Pabbi var ekki bara ofbeldismaður gagnvart mömmu heldur beitti hann okkur börnin ofbeldi líka; líkamlegu, andlegu og kannski það sem risti dýpst, kynferðislegt ofbeldi. Hann beitti mig kynferðisofbeldi frá því ég var fimm ára, sem er svona fyrsta skýra minningin sem ég á um þetta ofbeldi.“„Ef ástandið á pabba var slæmt þá vorum við lokaðar inni. Jafnvel í einhverja sólarhringa.“Seldi aðgang að börnunum Ofbeldið var þó ekki einungis af hálfu föður Thelmu. Þegar neysla hans var hvað verst seldi hann aðgang að börnunum, gegn greiðslu sem var meðal annars í formi fíkniefna. „Mamma var uppi á fæðingardeild að eiga yngstu systur mína og á meðan fer pabbi á eitthvað sukk, býður vini sínum og þá eru þeir tveir að misnota okkur.“ Þetta gerði faðir Thelmu fyrst þegar hún var fimm ára gömul, og allt frá því var kynferðisofbeldi partur af hennar tilveru. Ofbeldið einkenndi líf hennar. „Ef ástandið á pabba var slæmt þá vorum við lokaðar inni. Jafnvel í einhverja sólarhringa. Við fengum að fara fram á klósett eða að borða, en annars varð ég bara að vera hjá honum í myrkri og alls konar ógeði,“ segir hún. Allt hafi verið gert til að halda föður þeirra góðum, því annars yrði þeim refsað.Gæludýrin drepin „Hann notaði alls konar aðferðir til að brjóta mig niður. Hann til dæmis drap gæludýrin okkar og ef ég hafði staðið mig illa þá kannski var kettlingi drekkt og ég fékk að vita að það væri mín sök. Enda elska ég ketti í dag og hef alltaf átt ketti.“ Það sem Thelmu þótti hvað erfiðast var að þurfa að horfa upp á fólkið í kringum sig líða illa. „Ég var mjög ung þegar ég reyndi að fá föður minn til að ráðast á mig frekar en mömmu, því mér fannst algjörlega hræðilegt að horfa upp á hann ráðast á mömmu, þannig að ég reyndi að ýta á einhvern takka til að stuða hann.“„Hann til dæmis drap gæludýrin okkar og ef ég hafði staðið mig illa þá kannski var kettlingi drekkt og ég fékk að vita að það væri mín sök.“mynd/myndin af pabbaLifir hvorki í sorg né reiði Thelma hefur ákveðið að lifa ekki í reiði. Hún segist aldrei munu fyrirgefa föður sínum glæpina, en er sátt við hann sem persónu í dag. „Hann kvaldist klárlega yfir því sem hann var að gera, en ekki nóg til að hætta því. Ég hugsaði bara með mér, ég ætla ekki að taka að mér það verkefni að fyrirgefa þetta. Það er hlutur sem hann þarf að eiga við sjálfan sig og sinn æðri mátt eða hvern sem hann leitar til. Ég ákvað samt að ég vildi ná sátt við hann, en ekki glæpina því þeir eru of stórir,“ segir hún. „Til dæmis þegar ég hugsa um allt hvað hann gerði mömmu, systrum mínum, öðru fólki og gæludýrunum okkar. Þá hugsaði ég, nei, ég get ekki sagt þessi orð að þetta sé búið og ég sé sátt við þetta eða einhvers konar fyrirgefningu á glæpunum, en ég vildi ná sátt við hann sem persónu,“ segir Thelma og bætir við að hún sé afar þakklát fyrir allt það sem hún hafi í dag. Því ætli hún að halda áfram að vinna að því að hjálpa öðrum þolendum kynferðisofbeldis og auka umræðu um málaflokkinn.Þáttinn Hjálparhönd má sjá í heild í spilaranum hér fyrir ofan.
Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira