Erlent

Sjö fórust þegar lest rakst á bíl í New York

Atli Ísleifsson skrifar
Mikill eldur braust út í fremsta vagni lestarinnar í kjölfar slyssins.
Mikill eldur braust út í fremsta vagni lestarinnar í kjölfar slyssins. Vísir/AFP
Sjö eru látnir og tólf slasaðir eftir að farþegalest ók á bíl nærri New York borg í gærkvöldi.

Um 800 farþegar voru um borð í lestinni sem rakst á Cherokee-jeppa nærri Valhalla, um tuttugu kílómetrum frá New York borg. Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York borgar, segir að kona sem ók jeppanum hafi látist ásamt sex farþegum lestarinnar.

Mikill eldur braust út í fremsta vagni lestarinnar í kjölfar slyssins.

Í frétt BBC segir að lestin hafi verið á leið frá Grand Central lestarstöðinni í New York áleiðis til Wassaic í suðausturhluta ríkisins.

Að sögn talsmanns Metro-North lestarfélagsins segir að hlið á mótum teinanna og vegarins hafði farið niður á þak jeppans og með þeim afleiðingum að hann festist.

Bílstjórinn hafi þá farið út úr bílnum til að athuga skemmdir og síðar farið aftur inn í bílinn áður en lestin rakst á bílinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×