Erlent

Sagðist saklaus og fékk brjóstverk

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Marion „Suge“ Knight var færður fyrir dóm í gær þar sem mál á hendur honum var tekið fyrir.
Marion „Suge“ Knight var færður fyrir dóm í gær þar sem mál á hendur honum var tekið fyrir. Fréttablaðið/AP
Suge Knight, fyrrverandi útgefandi rapptónlistar í Bandaríkjunum, lýsti sig saklausan af ákæru um morð og morðtilraun þegar mál á hendur honum var tekið fyrir í Kaliforníu í gær.

Að því loknu kvartaði Knight undan verkjum fyrir brjósti og var í skyndingu fluttur á sjúkrahús.

Frekari upplýsingar um líðan Suge Knight lágu ekki fyrir í gær, að sögn Johns Gardner, lögreglumanns í skerfaraumdæmi Los Angeles.

Knight er gefið að sök að hafa orðið valdur að dauða manns þegar hann í síðustu viku bakkaði pallbíl sínum viljandi á tvo menn. Að atvikinu loknu sögðu vitni hann hafa flúið af vettvangi á bíl sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×