Erlent

Kona hlaut kjör í Sádí Arabíu í fyrsta sinn

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Kona skilar hér inn atkvæði sínu í svæðisstjórnarkosningunum í Jeddah.
Kona skilar hér inn atkvæði sínu í svæðisstjórnarkosningunum í Jeddah. vísir/getty
Salma bint Hizab al-Oteibi varð í gær fyrsta konan til að hljóta kjör í Sádí Arabíu. 

Al-Oteibi náði kjöri í Madrakah-hverfinu í hinni helgu borg Mekka, þangað sem öllum múslimum sem hafa tök á er ætlað að fara í pílagrímsferð að minnsta kosti einu sinni á ævinni. Ásamt henni voru tvær aðrar konur og 7 karlar í framboði í hverfinu.

Þetta er í fyrsta sinn sem konur fá að bjóða sig fram og kjósa í landinu. Alls voru frambjóðendur 6440 talsins, þar af voru rúmlega 900 konur. Kosningakerfið hallaði á konur en þær máttu ekki nálgast karlmenn á kjörstað.

Að sama skapi urðu konu að tala á bakvið skilrúm ef þær mættu einar á kjörstað, en gátu staðið frammi fyrir fólki ef karlmenn stóðu þeim við hlið.   Þá kvörtuðu konur sáran yfir lélegum samgöngum til og frá kjörstað sem og mikilli skriffinnsku.

Varð það til þess að konur voru einungis um 10 prósent kjósenda, 130 þúsund konur miðað við 1,3 milljónir karla.

Hér að neðan má sjá innslag The Telegraph um kosningarnar í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×