Erlent

Tvær dætranna aftur komnar til móðurinnar

Atli Ísleifsson skrifar
Lögreglumenn á leið út úr byggingunni í Bromölla.
Lögreglumenn á leið út úr byggingunni í Bromölla. Vísir/AFP
Tvær af dætrum sænsku konunnar sem sökuð er um að hafa læst börn sín inni um margra ára skeið eru komnar aftur heim til móður sinnar á heimilinu í Bromölla á Skáni.

Yngsta dóttirin hefur þó ekki snúið aftur. „Ég veit ekki hvar hún er,“ segir Thomas Ljungdahl, lögmaður móðurinnar.

Dómstóll í Kristianstad úrskurðaði í síðustu viku að fyrirliggjandi gögn réttlættu ekki að konan yrði úrskurðuð í gæsluvarðhald og var henni í kjölfarið sleppt.

Að sögn saksóknara hafði móðirin komið í veg fyrir að börnin yfirgæfu íbúðina um margra ára skeið. Dætur konunnar eru 23, 24 og 32 ára gamlar.

Saksóknarinn Pär Andersson segist í samtali við Dagens Nyheter enn gruna konuna um ólöglega frelsissviptingu, en án frekari sannana er mögulegt að rannsóknin verði lögð niður.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×