Erlent

Tíu ára norskur strákur svalt í hel

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Ósló í Noregi.
Frá Ósló í Noregi.
Réttarkrufning á líki tíu ára norsks drengs sem fannst látinn á heimili sínu í Ósló á síðasta ári hefur leitt í ljós að hann svalt í hel.

Móðirin er grunuð um grófa vanrækslu þar sem drengurinn lést vegna vannæringar og vökvataps.

Verdens Gang greinir frá því að móðir drengsins hafi nú verið metin sakhæf, en drengurinn lést í ágúst síðastliðinn.

Drengurinn var 131,5 sentimetra hár og einungis 14,8 kíló að þyngd þegar hann fannst, eða rúmlega helmingi léttari en meðaltal tíu ára drengja.

Fyrir dauða drengsins höfðu bæði nágrannar og heilbrigðisstarfsmenn bent á slæmt ástand drengsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×