Erlent

Blindur maður sér konu sína í fyrsta sinn í rúman áratug

Atli Ísleifsson skrifar
Bandarískum manni var gert kleift að sjá eiginkonu sína í fyrsta sinn í rúman áratug með aðstoð nýs búnaðar og lækna við Mayo Clinic í Minnesota.

Allen Zderad fékk hrörnunarsjúkdóm í augum fyrir um tuttugu árum síðan sem hefur gert það að verkum að hann hefur verið blindur síðustu tíu árin. Hefur hann einungis getað séð mjög bjart ljós.

Læknar á Mayo Clinic segja enga lækningu vera til en að nýr búnaður, sem gengur undir nafninu Second Sight, geti gefið Zderad nýja von.

Með aðstoð búnaðarins getur Zderad nú skynjað útlínur, þar á meðal sjálfan sig í spegli.

Zderad sýndi miklar tilfinningar þegar hann prófaði búnaðinn og sá þar með eiginkonu sína Carmen í fyrsta sinn í áratug. „Þetta mun virka,“ sagði Zderad himinlifandi.

Læknar segja þetta einungis vera upphaf meðferðar Zderad og vegna jákvæðs hugarfars er hann hinn fullkomni kandidat þegar kemur frekari þróun búnaðarins.

Sjá má myndband af atvikinu í spilaranum að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×