Erlent

Lést þegar hákarl beit af honum lappirnar

Vísir/EPA
Japanskur ferðamaður lét lífið þegar hákarl beit hann undan ströndum New South Wales í Ástralíu í gærkvöldi. Þetta var önnur hákarlaárásin á sömu ströndinni á einum sólarhring.

Manninum blæddi út á skammri stundu en hákarlinn hafði bitið báða fótleggina af honum. Öllum ströndum á svæðinu hefur verið lokað í ljósi þess að tvær árásir hafa nú verið gerðar á sama svæði en á sunnudag lenti brimbrettamaður í árás í nokkurra kílómetra fjarlægt. Hann komst lifandi frá þeirri raun en töluvert særður á baki.

Hákarlaárásum hefur farið fjölgandi við strendur Ástralíu og í september í fyrra lét breskur ferðamaður lífið í slíkri árás á sömu slóðum og hin atvikin áttu sér stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×