Erlent

Sjálfvirk ryksuga „réðst á“ eiganda sinn

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Hér má sjá þegar sjúkraflutningamenn reyndu að losa konuna úr ryksugunni.
Hér má sjá þegar sjúkraflutningamenn reyndu að losa konuna úr ryksugunni.
Sjálfvirk ryksuga „réðst á“ suður-kóreska konu þar sem hún svaf á gólfinu heima hjá sér, en ryksugan hélt að hár konunnar væri ryk og reyndi því að soga það upp.

Konan vaknaði við mikinn sársauka en gat ekki losað sig frá ryksugunni. Hún hringdi því eftir hjálp og náðu sjúkraflutningamenn að losa ryksuguna frá hári konunnar. Hún hlaut ekki alvarleg meiðsli en missti þó nokkuð af hári, að því er fram kemur á vef The Telegraph.

Algengt er að fólk í Suður-Kóreu sitji og sofi á gólfinu með tilheyrandi hættu á slysi sem þessu. Sjálfvirkar ryksugur eru búnar nemum sem gera þeim kleift að þrífa án þess þó að gera tilraun til að ryksuga upp húsgögn, fólk eða snúrur. Ryksugan virðist þó ekki nema það að mannshár á höfði er einmitt hluti af manneskjunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×