Í bréfinu er vísað til fréttar Fréttablaðsins í gær um að slátrun muni stöðvast í verkfallinu og að þá sé stutt í skort á svína-, kjúklinga- og nautakjöti í verslunum.

„Félag atvinnurekenda fer þess á leit við ráðuneytið að það kalli saman ráðgjafarnefnd um inn- og útflutning landbúnaðarafurða og nefndin undirbúi að gefa þegar í stað út opinn tollkvóta fyrir fjölbreytilegt úrval nauta-, alifugla- og svínakjöts, komi til verkfalls,“ segir í bréfinu. Með skjótum viðbrögðum nefndarinnar og ráðherra megi afstýra kjötskorti og tryggja fæðuöryggi landsmanna. „Aðgerðaleysi stjórnvalda mun á hinn bóginn, að óbreyttu, valda skorti á nauðsynlegum matvælum, skerða lífsgæði og skaða allan almenning í landinu.“