Erlent

Ók lögreglubíl á ógnarhraða á vopnaðan mann

Atli Ísleifsson skrifar
Lögregla í bænum Marana birti upptökuna í gær og segja lögreglumanninn Michael Rapiejko hafa gert rétt með því að aka á manninn.
Lögregla í bænum Marana birti upptökuna í gær og segja lögreglumanninn Michael Rapiejko hafa gert rétt með því að aka á manninn.
Upptaka úr myndavél lögreglubíls sýnir hvernig bandarískur lögreglumaður ekur bílnum á ógnarhraða á mann sem gengur vopnaður um í smábæ í Arizona.

Myndskeiðið er óhugnanlegt en í frétt Washington Post segir að maðurinn sem ekið var á, Mario Valencia, hafi lifað af og útskrifast af sjúkrahúsi tveimur dögum síðar. Hann var síðar ákærður fyrir vopnað rán og líkamsárás.

Atvikið átti sér stað að morgni 19. febrúar síðastliðinn. Að sögn lögreglu gekk Valencia um með hlaðinn riffil sem hann hafði stolið úr nálægri verslun skömmu áður.

Lögregla í bænum Marana birti upptökuna í gær og segja lögreglumanninn Michael Rapiejko hafa gert rétt með því að aka á manninn. Er haft eftir yfirmönnum Rapiejko að með því að aka á Valencia hafi hann bjargað lífi bæði brotamannsins og annarra.

Sjá má upptökur af atvikinu að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×