Erlent

Hundruð þúsunda krefjast afsagnar Rouseff

Atli Ísleifsson skrifar
Mótmælt var í um hundrað brasilískra borga og bæja.
Mótmælt var í um hundrað brasilískra borga og bæja. Vísir/AFP
Fjölmenn mótmæli fóru fram í Brasilíu í gær þar sem afsagnar Dilmu Rouseff forseta var krafist.

Í frétt NRK kemur fram að mótmælt hafi verið í um hundrað borga og bæja. Lögregla áætlar að um 585 þúsund manns hafi tekið þátt í mótmælunum, flestir í Sao Paulo eða um 275 þúsund manns.

Óánægja með stjórn Rouseffs hefur aukist mikið síðustu mánuði þar sem fjölmargir flokksmenn Rouseff hafa verið sakaðir um spillingu í tengslum við olíufélagið Petrobras sem er í ríkiseigu.

Rouseff var stjórnarformaður í Petrobras á árunum 2003 til 2010 þegar flokksmennirnir eru sakaðir um að hafa þegið mútur. Ekki hefur verið sannað að Rouseff hafi komið að mútugreiðslunum. Hún segist sjálf vilja að málið verði rannsakað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×