Tyrkir reiddust Frans páfa guðsteinn bjarnason skrifar 13. apríl 2015 07:00 Frans páfi ásamt Karekin II., æðsta patríarka armensku rétttrúnaðarkirkjunnar, í Péturskirkjunni í Róm. fréttablaðið/EPA Tyrknesk yfirvöld kölluðu í gær sendiherra Páfagarðs á sinn fund vegna ummæla Frans páfa, sem hafa farið mjög fyrir brjóstið á Tyrkjum. Árið 1915 voru hundruð þúsunda Armena myrt í Tyrklandi. Í ávarpi á sunnudag sagði páfi þetta hafa verið fyrstu fjöldamorð 20. aldarinnar. Þetta hafði forveri hans, Jóhannes Páll II., reyndar einnig sagt í yfirlýsingu árið 2001. Frans páfi tók í gær á móti Karekin II., æðsta partíarka armensku rétttrúnaðarkirkjunnar. Báðir tóku þeir þátt í messu í Péturskirkjunni í Róm í tilefni þess að hundrað ár eru nú liðin frá fjöldamorðunum í Tyrklandi. Tyrkir hafa aldrei viljað nefna þetta fjöldamorð, heldur tala þeir um gríðarlegt mannfall á báða bóga í hörðum átökum. Bæði Tyrkir og Armenar hafi þar gerst sekir um fjöldamorð, en mannfallið hafi samt ekki verið jafn mikið og Armenar hafi viljað vera láta. Tyrkneskum yfirvöldum er þetta svo mikið hjartans mál að þar í landi er hreinlega bannað með lögum að tala opinskátt um þessa atburði. Fyrir níu árum var blaðamaðurinn Hrant Dink, sem var bæði af tyrkneskum og armenskum ættum, dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir að gagnrýna þessa afneitun Tyrkja á þjóðarmorðinu á Armenum. Hann var svo myrtur árið eftir. Frans páfi hikar þó ekki við að kalla þetta þjóðarmorð, en minnti í ávarpi sínu í gær á fleiri voðaverk á okkar tímum, þar á meðal útrýmingarherferðir á hendur kristnu fólki. Hann sagði morðin á Armenum hafi verið fyrstu fjöldamorð 20. aldarinnar, en á eftir hafi fylgt voðaverk bæði nasista og stalínista. „Og síðar hafa verið framin fjöldamorð víðar, eins og í Kambódíu, Rúanda, Búrúndí og Bosníu. Svo virðist sem mannkynið sé ófært um að stöðva úthellingu á saklausu blóði,“ sagði páfi í gær. „Enn höfum við ekki áttað okkur á því að stríð er brjálæði, tilgangslaus slátrun.“ Það var Levant Murat Burhan, aðstoðarutanríkisráðherra Tyrklands, sem tók á móti Antonio Lucibello, sendiherra Páfagarðs, og sagði ummæli páfa um þjóðarmorðið á Armenum hafa valdið tyrkneskum stjórnvöldum djúpri sorg og vonbrigðum. Hann sagði að Tyrkir myndu örugglega bregðast við með einhverjum hætti. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Sjá meira
Tyrknesk yfirvöld kölluðu í gær sendiherra Páfagarðs á sinn fund vegna ummæla Frans páfa, sem hafa farið mjög fyrir brjóstið á Tyrkjum. Árið 1915 voru hundruð þúsunda Armena myrt í Tyrklandi. Í ávarpi á sunnudag sagði páfi þetta hafa verið fyrstu fjöldamorð 20. aldarinnar. Þetta hafði forveri hans, Jóhannes Páll II., reyndar einnig sagt í yfirlýsingu árið 2001. Frans páfi tók í gær á móti Karekin II., æðsta partíarka armensku rétttrúnaðarkirkjunnar. Báðir tóku þeir þátt í messu í Péturskirkjunni í Róm í tilefni þess að hundrað ár eru nú liðin frá fjöldamorðunum í Tyrklandi. Tyrkir hafa aldrei viljað nefna þetta fjöldamorð, heldur tala þeir um gríðarlegt mannfall á báða bóga í hörðum átökum. Bæði Tyrkir og Armenar hafi þar gerst sekir um fjöldamorð, en mannfallið hafi samt ekki verið jafn mikið og Armenar hafi viljað vera láta. Tyrkneskum yfirvöldum er þetta svo mikið hjartans mál að þar í landi er hreinlega bannað með lögum að tala opinskátt um þessa atburði. Fyrir níu árum var blaðamaðurinn Hrant Dink, sem var bæði af tyrkneskum og armenskum ættum, dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir að gagnrýna þessa afneitun Tyrkja á þjóðarmorðinu á Armenum. Hann var svo myrtur árið eftir. Frans páfi hikar þó ekki við að kalla þetta þjóðarmorð, en minnti í ávarpi sínu í gær á fleiri voðaverk á okkar tímum, þar á meðal útrýmingarherferðir á hendur kristnu fólki. Hann sagði morðin á Armenum hafi verið fyrstu fjöldamorð 20. aldarinnar, en á eftir hafi fylgt voðaverk bæði nasista og stalínista. „Og síðar hafa verið framin fjöldamorð víðar, eins og í Kambódíu, Rúanda, Búrúndí og Bosníu. Svo virðist sem mannkynið sé ófært um að stöðva úthellingu á saklausu blóði,“ sagði páfi í gær. „Enn höfum við ekki áttað okkur á því að stríð er brjálæði, tilgangslaus slátrun.“ Það var Levant Murat Burhan, aðstoðarutanríkisráðherra Tyrklands, sem tók á móti Antonio Lucibello, sendiherra Páfagarðs, og sagði ummæli páfa um þjóðarmorðið á Armenum hafa valdið tyrkneskum stjórnvöldum djúpri sorg og vonbrigðum. Hann sagði að Tyrkir myndu örugglega bregðast við með einhverjum hætti.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Sjá meira