Erlent

Stórsigur þjóðernissinna í Frakklandi

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Marine Le Pen getur fagnað góðum árangri í kosningunum.
Marine Le Pen getur fagnað góðum árangri í kosningunum. Fréttablaðið/EPA
Allt útlit var fyrir stórsigur Þjóðfylkingarinnar, stjórnmálaflokks Marine Le Pen, í fyrri umferð héraðskosninga í Frakklandi þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi. Úrslit lágu þó ekki fyrir. Þá virtist gengi Repúblikanaflokks Nicolas Sarkozy sömuleiðis ágætt meðan Sósíalistaflokkur François Hollande Frakklandsforseta tapaði fjölda sæta.

Útgönguspár lágu fyrir um klukkan sjö í gærkvöldi. Þjóðfylkingin var með 30 prósenta fylgi, repúblikanar með 27 prósent og sósíalistar 22.

Þetta er stórsigur fyrir Þjóðfylkinguna sem áður stýrði ekki neinum héruðum og afhroð fyrir sósíalista sem stjórnuðu 21 af 22 héruðum.

Um er að ræða fyrri umferð kosninga. Seinni umferðin fer fram þann 13. desember. Þá er allt útlit fyrir að í seinni umferð muni Repúblikanaflokkurinn og Þjóðfylkingin heyja einvígi þar sem sósíalistar eru víðast hvar dottnir út og hvetja nú kjósendur sína að styðja frekar repúblikana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×