Erlent

Edward Brooke látinn 95 ára

Sveinn Arnarsson skrifar
Edward W. Brooke
Edward W. Brooke
Edward W. Brooke, sem var öldungadeildarþingmaður repúblikana, er látinn á 96. aldursári.

Brooke var fyrsti þeldökki Bandaríkjamaðurinn til þess að sigra í kosningum til öldungadeildar bandaríska þingsins.

Brooke var fyrst kosinn á þing árið 1966. Hann var aðeins einn níu þeldökkra þingmanna sem hafa setið í öldungadeildinni.

Þegar Barack Obama var kosinn forseti árið 2008 lét Brooke hafa það eftir sér að hann væri þakklátur guði fyrir að hafa lifað þann sögulega atburð. Obama minntist Brookes sem manns sem ruddi brautina fyrir aðra blökkumenn og barðist fyrir borgaralegum réttindum svartra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×