Erlent

Enn búa 80 þúsund í tjaldbúðum

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Michel Martelly forseti ásamt eiginkonu við minnismerki um hamfarirnar.
Michel Martelly forseti ásamt eiginkonu við minnismerki um hamfarirnar. fréttablaðið/AP
Þess var minnst á Haítí í gær að fimm ár voru liðin frá jarðskjálftanum mikla, sem kostaði yfir 300 þúsund manns lífið. Hundruð manna komu til messu í höfuðborginni Port-au-Prince og Michel Martelly forseti lagði blómsveig að minnismerki um hamfarirnar.

„Líf fólks breyttist á 35 sekúndum þennan dag,“ sagði Martelly, þegar hann lagði ásamt eiginkonu sinni hvít blóm að minnismerkinu.

Jarðskjálftinn mældist 7 stig og olli gríðarlegu tjóni í höfuðborginni. Tugir þúsunda steinsteyptra húsa hrundu. Björgunarsveitir streymdu til Haítí í kjölfarið, þar á meðal Íslendingar sem unnu þar hörðum höndum vikum saman. Til að byrja með þurfti ein og hálf milljón manna að hafast við í tjaldbúðum og enn búa um 80 þúsund manns í tjaldbúðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×