Erlent

Forseti þingsins sætir ákæru

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sheldon Silver
Sheldon Silver
Sheldon Silver, forseti ríkisþingsins í New York í Bandaríkjunum, var ákærður í gær fyrir svik. Rannsókn á málum hans hefur staðið yfir í nokkurn tíma en Silver er einn af áhrifamestu demókrötunum í New York.

Reuters-fréttastofan segir að hann sé sakaður um að hafa þegið milljónir Bandaríkjadala í mútur. Þingfundum á Bandaríkjaþingi var frestað í gær eftir að í ljós kom að Silver hafði verið handtekinn í tengslum við ákæruna.

Í ákærunni segir að Silver hafi notað völd sín og áhrif sem opinber embættismaður til þess að afla sér milljóna dollara í mútur. Hann hafi reynt að dylja þessar greiðslur sem lögmætar greiðslur sem hann sjálfur hafi fengið fyrir lögmannsstörf sín.

Hann mun hafa þegið um sex milljónir dala, jafnvirði um 780 milljóna króna, frá tveimur lögmannsstofum allt frá árinu 2002. Samkvæmt ákærunni voru fjórar þeirra fengnar með ólöglegum hætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×