Erlent

Sjö ára norskur drengur fékk mark í höfuðið og lést

ingvar haraldsson skrifar
Svo virðist sem að markið hafi ekki verið fest niður aftur, eftir að það var fært til.
Svo virðist sem að markið hafi ekki verið fest niður aftur, eftir að það var fært til. vísir/getty
Sjö ára norskur drengur lést eftir að handboltamark féll á höfuð hans á miðvikudag. VG greinir frá.  Atvikið varð í Akurhus í Suðaustur-Noregi. Lögreglan rannsakar það sem slys. Flogið var með drenginn á sjúkrahús í Ósló, þar sem hann lést. Bærinn er sleginn yfir andláti drengsins.

Í tilkynningu frá Leikmannasamtökum Íslands segjast þau vilja brýna fyrir öllum sem tengjast íþróttahreyfingunni að tryggja að öll mörk séu kirfilega föst fyrir æfingar svo sambærilegur atburður verði ekki hér á landi.

„Þetta á ekki við einu sinni á dag, heldur fyrir hverja æfingu því markið gæti hafa losnað á meðan á æfingu stendur. Borgaryfirvöld og bæjarfélög eru einnig beðin um að athuga mörk og annað þar sem börn geta verið að leik á kvöldi til,“ stendur á vef Leikmannasamtakanna. „Slysin gera því miður ekki boð á undan sér og hræðilegir atburðir eins og þessir mega ekki gerast. Látum þetta ekki gerast á Íslandi.“








Fleiri fréttir

Sjá meira


×