Erlent

Fangi í skiptum fyrir flugmann

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Víða í Jórdaníu var beðið fyrir al-Kaseasbeh.
Víða í Jórdaníu var beðið fyrir al-Kaseasbeh. vísir/ap
Ráðamenn í Jórdaníu hafa gefið út að þeir muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir meðlimir Íslamska ríkisins taki herflugmanninn Muath al-Kaseasbeh af lífi. Þau örlög biðu japanska blaðamannsins Kenji Goto en hann var hálshöggvinn um helgina.

Samtökin fara fram á að Sajida al-Rishawi, liðsmanni al-Kaída, verði sleppt úr fangelsi í skiptum fyrir al-Kaseasbeh. Hún hefur verið í haldi síðan 2005 eftir sprengjuárás í höfuðborginni Amman.


Tengdar fréttir

Stefnir í fangaskipti við ISIS

Yfirvöld í Jórdaníu segjast tilbúin til að láta Íslamska ríkið fá Sajida al-Rishawi í skiptum fyrir flugmann sem samtökin hafa hótað að taka af lífi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×