Erlent

Tilraunir með bóluefni hefjast

guðsteinn bjarnason skrifar
Æ færri smitast nú af ebóluveirunni en áður.
Æ færri smitast nú af ebóluveirunni en áður. fréttablaðið/AP
Fyrstu tilraunir með bóluefni gegn ebólu hófust í Líberíu í gær. Í höfuðborginni var efnt til mikilla hátíðarhalda af þessu tilefni.

Tónlistarmenn komu fram og sungu lög með textum sem útskýra tilganginn með tilraununum, en margir íbúar landsins eru afar tortryggnir gagnvart bóluefninu.

Ebólufaraldurinn er á hægu undanhaldi, en hann hefur smitað nærri 22 þúsund manns og kostað nærri níu þúsund manns lífið. Ástandið hefur verið verst í Síerra Leóne, Líberíu og Gíneu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×