Erlent

Réttað yfir Strauss-Kahn

guðsteinn bjarnason skrifar
Dominique Strauss-Kahn. Fyrrverandi yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins ákærður ásamt þrettán öðrum.
Dominique Strauss-Kahn. Fyrrverandi yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins ákærður ásamt þrettán öðrum. fréttablaðið/AP
Réttarhöldin yfir Dominique Strauss-Kahn hófust í borginni Lille í Frakklandi í gær. Reiknað er með að þau standi í þrjár vikur.

Hann er, ásamt þrettán öðrum, ákærður fyrir tengsl við vændishring og á yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi og hálfa aðra milljón evra í sektir.

Sanrine Vandenschrik, ein vændiskvennanna, segist hafa sagt lögreglunni að ef Strauss-Kahn ætli að halda því fram að hann hafi ekki vitað að þarna hefðu verið vændiskonur á ferð, þá væri hann að reyna að „fá okkur til að trúa því að hann sé einfeldningur og lítur á okkur sem fífl“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×