Minsk staður friðarfundar jóhann óli eiðsson skrifar 9. febrúar 2015 07:00 Petro Porosjenkó, Angela Merkel og Joe Biden. fréttablaðið/ap Leiðtogar Úkraínu, Rússlands, Frakklands og Þýskalands munu hittast á fundi í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, næstkomandi miðvikudag. Engan þarf að undra að umræðuefnið verður ástandið í austurhluta Úkraínu. Fundurinn var ákveðinn í kjölfar þess að fjórmenningarnir ræddu saman í síma í gær. Petro Porosjenkó, forseti Úkraínu, sagði eftir símafundinn að hann vonaðist til þess að vopnahléi yrði komið á sem fyrst. Angela Merkel og Francois Hollande höfðu tveimur dögum áður ferðast til Moskvu og rætt við Vladimír Pútín um ástandið án þess að komast að niðurstöðu. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fundað verður um málefni stríðandi fylkinga í Minsk. Í september í fyrra undirrituðu aðilar samkomulag um vopnahlé, skipti á föngum, aukna sjálfstjórn héraðanna Dónetsk og Lúhansk og að kosningum þar yrði flýtt. Þrátt fyrir vopnahléið héldu menn áfram að skjóta hverjir á aðra og kenndu hverjir öðrum um. Sem stendur geisa harðir bardagar kringum lestarstöðina í Debaltseve. Rúmlega 5.300 manns hafa fallið í bardögum síðan í apríl á síðasta ári og látnum fjölgar dag frá degi. Leiðtogar fjölmargra ríkja, en þó ekki Rússlands, funduðu um helgina í München. Aðspurð sagði Angela Merkel að mikilvægt væri að leita allra leiða til að koma í veg fyrir að deilan yrði útkljáð með vopnum. Sú yfirlýsing vakti upp blendnar tilfinningar vestan hafs. „Úkraínumenn eru að falla fyrir rússneskum byssukúlum og við sendum þeim mat og teppi. Matur og teppi veita litla vörn gegn skriðdrekum,“ segir öldungadeildarþingmaðurinn og repúblikaninn John McCain. Utanríkisráðherrann John Kerry segir að ekki standi til að Bandaríkin sendi hermenn eða hergögn til landsins. Enn hafa ekki borist neinar fregnir af innihaldi mögulegs samkomulags en getgátur eru uppi um að núverandi víglína verði hlutlaust svæði. Í fyrra Minsk-samkomulaginu var gert ráð fyrir því að báðar fylkingar myndu draga vígvélar sínar aftur um fimmtán kílómetra en heimildir herma að ætlunin sé að gera fimmtíu kílómetra breitt svæði algerlega vopnalaust. Þjóðarleiðtogarnir fjórir munu ekki vera einu aðilarnir sem koma til með að funda í Minsk að tveimur dögum liðnum. Fulltrúar uppreisnarmanna, Úkraínu, Rússlands og Öryggis- og eftirlitsstofnunar Evrópu munu einnig hittast og ræða málin. Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Leiðtogar Úkraínu, Rússlands, Frakklands og Þýskalands munu hittast á fundi í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, næstkomandi miðvikudag. Engan þarf að undra að umræðuefnið verður ástandið í austurhluta Úkraínu. Fundurinn var ákveðinn í kjölfar þess að fjórmenningarnir ræddu saman í síma í gær. Petro Porosjenkó, forseti Úkraínu, sagði eftir símafundinn að hann vonaðist til þess að vopnahléi yrði komið á sem fyrst. Angela Merkel og Francois Hollande höfðu tveimur dögum áður ferðast til Moskvu og rætt við Vladimír Pútín um ástandið án þess að komast að niðurstöðu. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fundað verður um málefni stríðandi fylkinga í Minsk. Í september í fyrra undirrituðu aðilar samkomulag um vopnahlé, skipti á föngum, aukna sjálfstjórn héraðanna Dónetsk og Lúhansk og að kosningum þar yrði flýtt. Þrátt fyrir vopnahléið héldu menn áfram að skjóta hverjir á aðra og kenndu hverjir öðrum um. Sem stendur geisa harðir bardagar kringum lestarstöðina í Debaltseve. Rúmlega 5.300 manns hafa fallið í bardögum síðan í apríl á síðasta ári og látnum fjölgar dag frá degi. Leiðtogar fjölmargra ríkja, en þó ekki Rússlands, funduðu um helgina í München. Aðspurð sagði Angela Merkel að mikilvægt væri að leita allra leiða til að koma í veg fyrir að deilan yrði útkljáð með vopnum. Sú yfirlýsing vakti upp blendnar tilfinningar vestan hafs. „Úkraínumenn eru að falla fyrir rússneskum byssukúlum og við sendum þeim mat og teppi. Matur og teppi veita litla vörn gegn skriðdrekum,“ segir öldungadeildarþingmaðurinn og repúblikaninn John McCain. Utanríkisráðherrann John Kerry segir að ekki standi til að Bandaríkin sendi hermenn eða hergögn til landsins. Enn hafa ekki borist neinar fregnir af innihaldi mögulegs samkomulags en getgátur eru uppi um að núverandi víglína verði hlutlaust svæði. Í fyrra Minsk-samkomulaginu var gert ráð fyrir því að báðar fylkingar myndu draga vígvélar sínar aftur um fimmtán kílómetra en heimildir herma að ætlunin sé að gera fimmtíu kílómetra breitt svæði algerlega vopnalaust. Þjóðarleiðtogarnir fjórir munu ekki vera einu aðilarnir sem koma til með að funda í Minsk að tveimur dögum liðnum. Fulltrúar uppreisnarmanna, Úkraínu, Rússlands og Öryggis- og eftirlitsstofnunar Evrópu munu einnig hittast og ræða málin.
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira