Erlent

Ár hrútsins hóf innreið sína í gær

kristjana björg guðbrandsdóttir skrifar
Litadýrð og gleði Í Kína er nýju ári geitarinnar fagnað.
Litadýrð og gleði Í Kína er nýju ári geitarinnar fagnað. vísir/getty
Ári hrútsins er fagnað víða í Kína með miklum hátíðahöldum, skrúðgöngum, flugeldum og matarveislum. Íslendingar þurfa ekki að örvænta því lítill vísir að hátíðahöldum verður hér á landi.

Efnt verður til menningarveislu í Háskóla Íslands í tilefni af komu kínverska nýársins, laugardaginn 21. febrúar á Háskólatorgi kl. 14.00-16.00. Í boði verður fjölbreytt dagskrá, drekadans og bardagalistir, tónlist leikin á kínversk hljóðfæri, kínversk skrautskrift, myndlist og heilsurækt auk ýmiss konar fróðleiks um sögu Kína. Þá verður kínverskur matur í moði, te, þrautir, leikir og margt fleira.

Hátíðahöld í Kína standa yfir í heila viku og á meðan hægist á þessu stærsta efnahagssvæði heims. Ár hrútsins er talið einkennast af óreiðu og upplausn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×