Erlent

Faschnacht stendur í þrjá daga

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Gleði í Basel. Hefð er fyrir kjötkveðjuhátíðum í Sviss. Sú stærsta, sem er í Basel, hófst í gærmorgun.
Gleði í Basel. Hefð er fyrir kjötkveðjuhátíðum í Sviss. Sú stærsta, sem er í Basel, hófst í gærmorgun. Fréttablaðið/EPA
Fjöldi manns sækir nú kjötkveðjuhátíðir í Sviss, þar sem fjöldi borga tekur þátt í slíkum hátíðahöldum.

Stærsta hátíðin, Faschnacht, er haldin í Basel og er búist við að hana sæki nokkur hundruð þúsund manns. Hátíðin, sem stendur í þrjá daga, hófst í gær og tóku þá um tíu þúsund manns þátt í skipulögðum göngum, að því er fram kemur í umfjöllun thelocal.ch.

Næststærsta hátíðin er í Lucerne og stendur hún í sex daga. Þar fögnuðu í gær 150 þúsund manns, um 30 þúsund fleiri en í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×