Erlent

Börnin komast í skólann aftur

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Hópur barna fer í gegnum gat á múrvegg til þess að komast í skólann fyrsta skóladaginn.
Hópur barna fer í gegnum gat á múrvegg til þess að komast í skólann fyrsta skóladaginn. Vísir/EPA
Skólastarf er hafið á ný í Kúrdaborginni Kobane í Sýrlandi, rétt norður undir landamærum Tyrklands. Friður er kominn á eftir fjögurra mánaða linnulaus átök.

Í janúar síðastliðnum tókst hersveitum Kúrda frá Írak, með aðstoð frá sýrlenskum uppreisnarmönnum, að hrekja vígasveitir Íslamska ríkisins frá Kobane.

Eyðileggingin er gífurleg en nánast allir íbúar höfðu flúið bæinn. Margir hafa hins vegar snúið aftur ásamt börnum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×