Erlent

Minnismerkjum hvítra mótmælt

guðsteinn bjarnason skrifar
Bæjarstarfsmaður í Pretoríu þvær græna málningu af minnismerki um Paul Kruger.
Bæjarstarfsmaður í Pretoríu þvær græna málningu af minnismerki um Paul Kruger. fréttablaðið/EPA
Minnismerki um helstu leiðtoga hinna hvítu íbúa Suður-Afríku standa enn víða í helstu borgum landsins. Undanfarið hafa mótmæli gegn þessum minnismerkjum aukist og skemmdarverk verið unnin á sumum þeirra.

Félagar úr vinstriflokknum EFF tóku sig til nýverið og slettu grænni málningu á minnismerki um Paul Kruger í Pretoríu. Kruger var bæði herforingi og stjórnmálamaður á tímum Búastríðsins við Breta um aldamótin 1900.

Búar eru afkomendur hollenskra landnema í Suður-Afríku og mikill minnihluti íbúa landsins. Þeir misstu alræðisvöld sín þegar aðskilnaðarstefna þeirra leið undir lok fyrir rúmlega tveimur áratugum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×