Erlent

Mjótt á mununum

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Ed Miliband, hægra megin á myndinni, ásamt Jim Murphy, leiðtoga flokksins í Skotlandi þar sem hið sterka vígi virðist fallið.
Ed Miliband, hægra megin á myndinni, ásamt Jim Murphy, leiðtoga flokksins í Skotlandi þar sem hið sterka vígi virðist fallið.
Allt bendir til þess að minnihlutastjórn verði áfram við völd í Bretlandi á næsta kjörtímabili, annað kjörtímabilið í röð. Íhaldsflokkur Davids Cameron virðist þó ekki líklegur til að vera í forystu áfram, en Verkamannaflokkurinn er ekki mikið betur staddur.

Þar munar ekki síst um að fylgi Verkamannaflokksins í Skotlandi er hrunið, með þeim afleiðingum að Nicola Sturgeon, leiðtogi Skoska þjóðarflokksins, gæti komist í lykilstöðu við stjórnarmyndun eftir kosningar.





Leiðtogar Íhaldsflokksins, David Cameron forsætisráðherra og George Osborne fjármálaráðherra, virðast eiga afar takmarkaða möguleika á því að halda ráðherrasætum sínum eftir kosningarnar.
Nærri helmingur Skota segist ætla að kjósa flokk hennar, en aðeins 25 prósent Verkamannaflokkinn, sem er snautlegt miðað við yfirburðastöðu Verkamannaflokksins í Skotlandi allt fram á síðustu mánuði.

Hún hefur hins vegar harðlega gagnrýnt áform Eds Miliband um frekari niðurskurð, einkum á heilbrigðisþjónustu og heitir kjósendum því að tryggja að ekkert verði úr þeim áformum verði hún kölluð til liðsinnis við stjórnarmyndun.

Nicola Sturgeon er vinsæl í Skotlandi. Hún tók við af Alex Salmond sem leiðtogi Skoska þjóðarflokksins eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna síðasta haust, þar sem Skotar höfnuðu sjálfstæði.
Bretar virðast svo almennt ekkert sérlega spenntir fyrir loforði Camerons um að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu á fyrri helmingi næsta kjörtímabils um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu. Að minnsta kosti er þetta loforð ekki að tryggja Íhaldsflokknum neitt stórfylgi.

Þessu lofaði hann í ræðu sinni í janúar árið 2013, en fyrst ætlaði hann að semja við Evrópusambandið um breytingar á aðildarskilyrðum Bretlands. Síðan verði þessi nýi samningur borinn undir kjósendur í Bretlandi, og verði honum hafnað þá þýði það brottgöngu úr ESB.

Nick Clegg, leiðtogi Frjálslynda flokksins, virðist ekki ætla að ríða feitum hesti frá kosningunum, eftir eitt kjörtímabil í stjórn með Íhaldsflokki Davids Cameron.nordicphotos/AFP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×