Erlent

Ástfangnir Danir sviknir

ingibjörg bára stefánsdóttir skrifar
Svindlarar hafa féflett ástfangna Dani fyrir hundruð þúsunda danskra króna.
Svindlarar hafa féflett ástfangna Dani fyrir hundruð þúsunda danskra króna. nordicphotos/getty
Danskir karlar og konur hafa verið svikin um háar fjárhæðir á stefnumótasíðum á netinu. Lis Daugaard greindi frá því í viðtali við danska ríkissjónvarpið að maður sem sagðist heita Robert Aleksandar hefði haft af henni 94 þúsund danskar krónur. Viðkomandi hefði notað mynd af ítölskum kaupsýslumanni.

Steffen Thomsen bauðst til að greiða ferð til Danmerkur fyrir konu sem sagðist vera rússnesk og heita Katya. Hann sendi henni 40 þúsund danskar krónur og beið án árangurs á flugvellinum. Hann komst að því að konan hafði verið í sambandi við 15 aðra karla sem höfðu sent henni fé.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×