Erlent

Fimm skólabörn létu lífið

guðsteinn bjarnason skrifar
Sýrlenskur drengur bugaður af sorg í rústum byggingar eftir loftárás á Aleppo.
Sýrlenskur drengur bugaður af sorg í rústum byggingar eftir loftárás á Aleppo. nordicphotos/AFP
Loftárásir stjórnarhersins hafa haldið áfram á íbúðarhverfi í Aleppo, sem uppreisnarmenn hafa haft á sínu valdi. Í gær lentu sprengjurnar á skólum og urðu að minnsta kosti fimm börnum að bana.

Öllum skólum í hverfum uppreisnarmanna var í kjölfarið lokað og verður kennslu ekki haldið áfram það sem eftir er vikunnar, hið minnsta.

Átök stjórnarhersins við uppreisnarmenn hafa nú staðið yfir í fjögur ár og kostað meira en 200 þúsund manns lífið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×