Erlent

Bandarískur biskup segir af sér fyrir yfirhylmingu

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Robert Finn bað páfa um lausn frá embætti.
Robert Finn bað páfa um lausn frá embætti. Fréttablaðið/AP
Frans páfi hefur samþykkt afsagnarbeiðni Roberts Finn, biskups í Missouri í Bandaríkjunum. Ástæða afsagnarinnar er áralöng yfirhylming Finns með barnaníðingum innan kaþólsku kirkjunnar í Bandaríkjunum.

Finn var árið 2012 sakfelldur fyrir yfirhylmingu af þessum toga en bað ekki um lausn frá embættinu fyrr en nú.

Yfirhylming Finns snerist um prestinn Shaw Ratigan, sem var sakfelldur fyrir vörslu á barnaklámi. Í skýrslu lögreglunnar kom fram að embættismenn kirkjunnar hefðu fundið klámið í tölvu Ratigans en ekki tilkynnt um það til lögreglu fyrr en fimm mánuðum síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×