Erlent

Segir al-Qaeda skipuleggja hryðjuverk í Bretlandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Andrew Parker, yfirmaður bresku leyniþjónustunnar MI5, segir al-Qaeda huga að árásum á Bretland.
Andrew Parker, yfirmaður bresku leyniþjónustunnar MI5, segir al-Qaeda huga að árásum á Bretland. Vísir/AFP
Yfirmaður leyniþjónustu Bretlands segir hryðjuverkasamtökin skipuleggja að myrða mikinn fjölda almennra borgara í Bretlandi og öðrum vestrænum ríkjum. „Við vitum til dæmis að hópur al-Qaeda hryðjuverkamanna í Sýrlandi eru að skipuleggja árás gegn vestrinu.“

Þetta sagði Andrew Parker, yfirmaður bresku leyniþjónustunnar MI5, samkvæmt Sky News. Hann sagði að þrátt fyrir að Íslamska ríkið væri nýjast ógnin gegn vestrænum heimi, hefðu meðlimir al-Qaeda enn hug á að framkvæma umfangsmiklar árásir.

„Við vitum að hryðjuverkamenn í Sýrlandi horfa til Bretlands, reyna að beina árásum gegn landinu og að fá öfgamenn til að framkvæma árásir hér,“ sagði Parker í dag.

Hann sagði að sérfræðingar frá hryðjuverkasamtökunum hefðu fært sig um set frá Pakistan til Sýrlands. Þar reyni þeir að fá breska vígamenn til að gera hryðjuverkaárásir í Bretlandi. Vitað er að breskir ríkisborgarar berjist fyrir al-Qaeda í Sýrlandi.

„Við stöndum enn andspænis flóknum og metnaðarfullum aðgerðum sem fylgja vel þekktri nálgun al-Qaeda og öðrum samtökum. Tilraunum sem ætlað er að valda mannfalli í stórum stíl, oft með því að ráðast á samgöngur eða þekktar byggingar og svæði,“ sagði Andrew Parker.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×