Boðskapurinn er að Gaulverjar þurfa að nota hugbreytandi efni Kjartan Atli Kjartansson skrifar 7. maí 2015 11:30 Myndin sver sig í ætt við aðrar myndir um Ástrík. Hér má sjá Gaulverja sem eru ginnkeyptir fyrir gylliboðum Rómverja, en Ástríkur streitist á móti. Myndin Ástríkur á Goðabakka er ný útgáfa af baráttu Gaulverja og Rómverja. Stefið í þessari mynd er hið sama og í fyrri myndunum; Rómverjar vilja ná yfirráðum í Gaulverjabæ og er hún byggð á samnefndri teiknimyndasögu sem kom út hér á landi árið 1979. Sá sem þetta ritar fór með fimm ára dóttur sína í Háskólabíó og var tilhlökkunin nokkur hjá báðum. Sögur af Ástríki, Steinríki, Sjóðríki og öllum hinum hafa verið vinsælar í áratugi. Salurinn var þéttsetinn á þessum sunnudegi og voru fulltrúar yngstu kynslóðar þjóðarinnar örugglega um helmingur þeirra gesta. En það virtist sem kvikmyndin næði aldrei að fanga athygli þeirra yngri. Söguþráðurinn er kannski helst til of flókinn fyrir ung börn og voru einhver þeirra farin að ráfa um salinn því þau gátu ekki fylgst með myndinni. Sagan fjallar um hugmynd Júlíusar Sesars um að byggja rómverska byggð í kringum Gaulverjabæ og einfaldlega aðlaga Gaulverja að rómverskum siðum og gildum. Byggðin fékk nafnið Goðabakki. Rómverjar taka til við að fella öll trén í skóginum sem umlykur Gaulverjabæ. Reyndar gengur það ekkert sérstaklega vel, því Ástríkur og Steinríkur streitast á móti skógarhögginu með hjálp Sjóðríks. Tilheyrandi ofbeldi fylgir að sjálfsögðu, eitthvað sem nóg er af í sögunum um Ástrík. En eftir öll slagsmálin um skóginn gefa Gaulverjarnir eftir og byggðin rómverska rís. Þarna voru líklega flestir gestir undir sex ára aldri búnir að missa þráðinn, ef marka mátti erilinn í salnum. En sá sem þetta ritar skemmti sér best við að heimfæra söguþráðinn upp á kenningar um samskipti Íslands og Evrópusambandsins. Þetta reyndist hin besta dægradvöl á meðan myndin hélt áfram.Ástríkur og SteinríkurÍ lokahnykk myndarinnar hefst svo æsileg atburðarrás þar sem Rómverjar átta sig á mikilvægi Sjóðríks seiðkarls. Þeir ræna honum og þá gefast Gaulverjarnir bara upp. Því þeir vita fyrir víst að þeir eru ekki sterkir ef þeir fá ekki töfradrykkinn sem Sjóðríkur framleiðir. Drykkinn sem breytir Gaulverjum í óstöðvandi slagsmálamaskínur. Þetta er í raun þekkt stef í teiknimyndum, að söguhetjurnar þurfi utanaðkomandi efni til þess að geta barist á sinn hátt. Ninja-skjaldbökurnar sem eru þekktar sem Turtles voru stökkbreyttar eftir slím og Stjáni blái þurfti spínatið sitt. Í kvikmyndinni Space Jam mátti þó sjá málið tæklað á uppbyggilegan hátt. Þar töldu hinar góðu teiknimyndahetjur sig þurfa töfradrykk, en lærðu svo að drykkurinn hafði bara verið vatn. Þannig sigruðust þær á þörfinni fyrir eitthvað utanaðkomandi. En í myndinni um Ástrík á Goðabakka kom í ljós að Gaulverjar eru með öllu háðir þessum töfradrykk sem gerir menn að berserkjum. Þegar maður fer með yngstu kynslóðina í bíó vill maður heldur að boðskapur myndarinnar sé eitthvað sem hægt er að ræða um. Eða allavega að hann sé ekki jafn skrítinn og boðskapur þessarar myndar. Ofbeldi og hugbreytandi efni er það sem situr eftir þegar gengið er út úr salnum. Myndin er ekki neitt sérstaklega skemmtileg heldur, þótt talsetningin sé listilega vel heppnuð eins og alltaf. Bíó og sjónvarp Mest lesið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Myndin Ástríkur á Goðabakka er ný útgáfa af baráttu Gaulverja og Rómverja. Stefið í þessari mynd er hið sama og í fyrri myndunum; Rómverjar vilja ná yfirráðum í Gaulverjabæ og er hún byggð á samnefndri teiknimyndasögu sem kom út hér á landi árið 1979. Sá sem þetta ritar fór með fimm ára dóttur sína í Háskólabíó og var tilhlökkunin nokkur hjá báðum. Sögur af Ástríki, Steinríki, Sjóðríki og öllum hinum hafa verið vinsælar í áratugi. Salurinn var þéttsetinn á þessum sunnudegi og voru fulltrúar yngstu kynslóðar þjóðarinnar örugglega um helmingur þeirra gesta. En það virtist sem kvikmyndin næði aldrei að fanga athygli þeirra yngri. Söguþráðurinn er kannski helst til of flókinn fyrir ung börn og voru einhver þeirra farin að ráfa um salinn því þau gátu ekki fylgst með myndinni. Sagan fjallar um hugmynd Júlíusar Sesars um að byggja rómverska byggð í kringum Gaulverjabæ og einfaldlega aðlaga Gaulverja að rómverskum siðum og gildum. Byggðin fékk nafnið Goðabakki. Rómverjar taka til við að fella öll trén í skóginum sem umlykur Gaulverjabæ. Reyndar gengur það ekkert sérstaklega vel, því Ástríkur og Steinríkur streitast á móti skógarhögginu með hjálp Sjóðríks. Tilheyrandi ofbeldi fylgir að sjálfsögðu, eitthvað sem nóg er af í sögunum um Ástrík. En eftir öll slagsmálin um skóginn gefa Gaulverjarnir eftir og byggðin rómverska rís. Þarna voru líklega flestir gestir undir sex ára aldri búnir að missa þráðinn, ef marka mátti erilinn í salnum. En sá sem þetta ritar skemmti sér best við að heimfæra söguþráðinn upp á kenningar um samskipti Íslands og Evrópusambandsins. Þetta reyndist hin besta dægradvöl á meðan myndin hélt áfram.Ástríkur og SteinríkurÍ lokahnykk myndarinnar hefst svo æsileg atburðarrás þar sem Rómverjar átta sig á mikilvægi Sjóðríks seiðkarls. Þeir ræna honum og þá gefast Gaulverjarnir bara upp. Því þeir vita fyrir víst að þeir eru ekki sterkir ef þeir fá ekki töfradrykkinn sem Sjóðríkur framleiðir. Drykkinn sem breytir Gaulverjum í óstöðvandi slagsmálamaskínur. Þetta er í raun þekkt stef í teiknimyndum, að söguhetjurnar þurfi utanaðkomandi efni til þess að geta barist á sinn hátt. Ninja-skjaldbökurnar sem eru þekktar sem Turtles voru stökkbreyttar eftir slím og Stjáni blái þurfti spínatið sitt. Í kvikmyndinni Space Jam mátti þó sjá málið tæklað á uppbyggilegan hátt. Þar töldu hinar góðu teiknimyndahetjur sig þurfa töfradrykk, en lærðu svo að drykkurinn hafði bara verið vatn. Þannig sigruðust þær á þörfinni fyrir eitthvað utanaðkomandi. En í myndinni um Ástrík á Goðabakka kom í ljós að Gaulverjar eru með öllu háðir þessum töfradrykk sem gerir menn að berserkjum. Þegar maður fer með yngstu kynslóðina í bíó vill maður heldur að boðskapur myndarinnar sé eitthvað sem hægt er að ræða um. Eða allavega að hann sé ekki jafn skrítinn og boðskapur þessarar myndar. Ofbeldi og hugbreytandi efni er það sem situr eftir þegar gengið er út úr salnum. Myndin er ekki neitt sérstaklega skemmtileg heldur, þótt talsetningin sé listilega vel heppnuð eins og alltaf.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira