Trúa ekki lengur loforðum um mengunarlausa stóriðju Garðar Örn Úlfarsson skrifar 22. maí 2015 07:00 Verksmiðja Silicor Materials verður innan við þær verksmiðjur sem þegar standa við Hvalfjörð. Fréttablaðið/Pjetur „Það má vera að þessi verksmiðja sé eitthvað hreinni en álver en við trúum því ekki lengur að það sé eitthvað lítil mengun á ferðinni,“ segir Ragnheiður Þorgrímsdóttir, formaður Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð, vegna fyrirhugaðrar sólarkísilverksmiðju í Hvalfirði. Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, sendi á dögunum Umhverfisvaktinni svör við spurningum félagsins vegna sólarkísilverksmiðjunnar sem kanadíska fyrirtækið Silicor Materials hyggst reisa í landi Kataness, austan við núverandi verksmiðjur í Hvalfirði. Ragnheiður segir svör Gísla ekki bæta í þeir eyður sem fyrir séu.Ragnheiður Þorgrímsdóttir.„Við vitum að þetta er tilraunaverksmiðja og flestar upplýsingarnar koma frá þeim sjálfum, eðlilega vegna þess að þetta er eina fyrirtækið í heiminum sem framleiðir með þessari aðferð,“ segir Ragnheiður og minnir á að til þessa hafi aðeins verið framleidd 700 tonn með þeirri aðferð sem Silicor beitir. „Okkur finnst það mikið veikleikamerki að nota eigi þá þekkingu sem er fyrir hendi eftir að hafa búið til 700 tonn til að slengja sér út í framleiðslu hér upp á 16 til 19 þúsund tonn á ári. Það er ekki rétt að taka við þessari verksmiðju með svo lítinn þekkingarlegan bakgrunn,“ segir Ragnheiður. Þá segir formaður Umhverfisvaktarinnar það snerta fólk við Hvalfjörð beint að bæta eigi enn einni verksmiðjunni við tvær stórar og tvær minni verksmiðjur í Hvalfirði. „Við fáum alltaf loforð í hvert skipti sem það bætist við verksmiðja að hún mengi svo lítið og að það verði svo gott eftirlit. En þau loforð bara standast ekki,“ segir Ragnheiður. „Menn gleyma líka alltaf að reikna inn samlegðaráhrifin. Við vitum að eftir nokkur ár fara neytendur að spá enn meira í upprunamerkingar á matvælum. Hvort sem það er eitur í þeim eða ekki munu neytendur örugglega sneiða hjá matvælum sem eru framleidd við þessi skilyrði.“ Í nýju svarbréfi Umhverfisvaktarinnar til Faxaflóahafna eru ítrekaðar fyrri efasemdir, sérstaklega vegna margvíslegrar mengunar. Einnig er vikið að þeim rökum að stóriðja sé réttlætanleg vegna mikillar atvinnusköpunar. Þar sé blandað saman ólíkum málum. „Atvinna er annað mál og mikilvægt, en það er ekki atvinnuleysi við Hvalfjörð,“ segir Umhverfisvaktin sem kveður forsvarsmenn Faxaflóahafna verða að átta sig á að Faxaflóahafnir séu aðeins einn margra landeigenda í Hvalfirði. „Haldi þeir að hlutur Faxaflóahafna sé merkilegri eða réttmeiri en hlutur annarra er það á misskilningi byggt.“ Ragnheiður minnir á að Reykjavíkurborg er meirihlutaeigandi í Faxaflóahöfnum. „Ef þetta er svona hrein stóriðja, af hverju er þetta ekki bara við hafnarbakkann í Reykjavík? Þar er nóg vinnuafl.“gar@frettabladid.is Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
„Það má vera að þessi verksmiðja sé eitthvað hreinni en álver en við trúum því ekki lengur að það sé eitthvað lítil mengun á ferðinni,“ segir Ragnheiður Þorgrímsdóttir, formaður Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð, vegna fyrirhugaðrar sólarkísilverksmiðju í Hvalfirði. Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, sendi á dögunum Umhverfisvaktinni svör við spurningum félagsins vegna sólarkísilverksmiðjunnar sem kanadíska fyrirtækið Silicor Materials hyggst reisa í landi Kataness, austan við núverandi verksmiðjur í Hvalfirði. Ragnheiður segir svör Gísla ekki bæta í þeir eyður sem fyrir séu.Ragnheiður Þorgrímsdóttir.„Við vitum að þetta er tilraunaverksmiðja og flestar upplýsingarnar koma frá þeim sjálfum, eðlilega vegna þess að þetta er eina fyrirtækið í heiminum sem framleiðir með þessari aðferð,“ segir Ragnheiður og minnir á að til þessa hafi aðeins verið framleidd 700 tonn með þeirri aðferð sem Silicor beitir. „Okkur finnst það mikið veikleikamerki að nota eigi þá þekkingu sem er fyrir hendi eftir að hafa búið til 700 tonn til að slengja sér út í framleiðslu hér upp á 16 til 19 þúsund tonn á ári. Það er ekki rétt að taka við þessari verksmiðju með svo lítinn þekkingarlegan bakgrunn,“ segir Ragnheiður. Þá segir formaður Umhverfisvaktarinnar það snerta fólk við Hvalfjörð beint að bæta eigi enn einni verksmiðjunni við tvær stórar og tvær minni verksmiðjur í Hvalfirði. „Við fáum alltaf loforð í hvert skipti sem það bætist við verksmiðja að hún mengi svo lítið og að það verði svo gott eftirlit. En þau loforð bara standast ekki,“ segir Ragnheiður. „Menn gleyma líka alltaf að reikna inn samlegðaráhrifin. Við vitum að eftir nokkur ár fara neytendur að spá enn meira í upprunamerkingar á matvælum. Hvort sem það er eitur í þeim eða ekki munu neytendur örugglega sneiða hjá matvælum sem eru framleidd við þessi skilyrði.“ Í nýju svarbréfi Umhverfisvaktarinnar til Faxaflóahafna eru ítrekaðar fyrri efasemdir, sérstaklega vegna margvíslegrar mengunar. Einnig er vikið að þeim rökum að stóriðja sé réttlætanleg vegna mikillar atvinnusköpunar. Þar sé blandað saman ólíkum málum. „Atvinna er annað mál og mikilvægt, en það er ekki atvinnuleysi við Hvalfjörð,“ segir Umhverfisvaktin sem kveður forsvarsmenn Faxaflóahafna verða að átta sig á að Faxaflóahafnir séu aðeins einn margra landeigenda í Hvalfirði. „Haldi þeir að hlutur Faxaflóahafna sé merkilegri eða réttmeiri en hlutur annarra er það á misskilningi byggt.“ Ragnheiður minnir á að Reykjavíkurborg er meirihlutaeigandi í Faxaflóahöfnum. „Ef þetta er svona hrein stóriðja, af hverju er þetta ekki bara við hafnarbakkann í Reykjavík? Þar er nóg vinnuafl.“gar@frettabladid.is
Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira