Erlent

Velkominn hjá páfa en ekki G7

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Frans páfi bauð Vladimír Pútín velkominn í Páfagarð í gær.
Frans páfi bauð Vladimír Pútín velkominn í Páfagarð í gær. nordicphotos/afp
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, heimsótti Frans páfa í Páfagarð í gær. Páfinn bauð Pútín velkominn en tveir dagar eru síðan leiðtogar G7-ríkjanna, sjö helstu iðnríkja heims, funduðu í Brussel, höfuðborg Belgíu, án Rússlandsforsetans.

Rússland hafði áður átt aðild að samtökunum sem þá nefndust G8 en situr nú úti í kuldanum sökum meints stuðnings við uppreisnarmenn í Úkraínu.

Heimsóknin er önnur heimsókn Pútíns í Páfagarð en forsetinn hefur aldrei boðið páfanum til Rússlands. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×