Nærri ómögulegt að fólk læknist af geðklofa 18. júlí 2015 12:00 Halldóra Jónsdóttir Samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur var móðir Einars greind með svokallaða paranoid schizophrenia og talið sannað að hún hafi verið í geðrofi þegar atvikið átti sér stað. Fréttablaðið hafði samband við Halldóru Jónsdóttur, yfirlækni á bráðageðdeild Landspítalans, og bað hana að útskýra fyrir lesendum geðrof og schizophreniu, öðru nafni geðklofa. „Geðrof er það að missa tengslin við raunveruleikann. Fólk getur haft ranghugmyndir í geðrofi en það getur líka haft ofskynjanir, sjónofskynjanir, heyrnarofskynjanir eða annars konar ofskynjanir. Það verður til nýr raunveruleiki. Þetta er allt eitthvað sem verður til út frá truflunum á boðefnum í heilanum. Alvarlegasti geðrofssjúkdómurinn er geðklofi, eða paranoid schizophrenia.“ Halldóra segir að afar sjaldgæft sé að læknast af geðklofa. „Það eru vissulega til einstaklingar sem telja sig hafa læknast af geðklofa en við sjáum það því miður ekki mjög oft. Okkur tekst þó að halda einkennum mjög vel niðri, með lyfjameðferðum og öðrum meðferðum. Um fimmtíu prósent þeirra sem hafa þennan sjúkdóm hafa ekki sjúkdómsinnsæi. Þetta er bara þeirra raunveruleiki og það reynir mikið að sannfæra mann um eitthvað [sem það upplifir]. Fyrir tíma geðrofslyfja hvarf fólk inn í geðveikina, þá var fólk bara lokað inni á geðveikrahælum áratugum saman.“ Aðspurð hvort það sé algengt að fólk muni ekki hvað gerist á meðan á geðrofi stendur segir Halldóra: „Það er mjög einstaklingsbundið hvernig þetta er. Það eru til einstaklingar sem muna ekki hvað hefur gengið á en margir muna þetta allt saman. Geðrof er í raun eitt en geðklofi er alvarlegri. Við gætum öll lent í geðrofi ef við myndum ekki sofa svo dögum skipti eða ef eitthvað alvarlegt kæmi fyrir okkur. En okkur myndi örugglega batna.“ Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur var móðir Einars greind með svokallaða paranoid schizophrenia og talið sannað að hún hafi verið í geðrofi þegar atvikið átti sér stað. Fréttablaðið hafði samband við Halldóru Jónsdóttur, yfirlækni á bráðageðdeild Landspítalans, og bað hana að útskýra fyrir lesendum geðrof og schizophreniu, öðru nafni geðklofa. „Geðrof er það að missa tengslin við raunveruleikann. Fólk getur haft ranghugmyndir í geðrofi en það getur líka haft ofskynjanir, sjónofskynjanir, heyrnarofskynjanir eða annars konar ofskynjanir. Það verður til nýr raunveruleiki. Þetta er allt eitthvað sem verður til út frá truflunum á boðefnum í heilanum. Alvarlegasti geðrofssjúkdómurinn er geðklofi, eða paranoid schizophrenia.“ Halldóra segir að afar sjaldgæft sé að læknast af geðklofa. „Það eru vissulega til einstaklingar sem telja sig hafa læknast af geðklofa en við sjáum það því miður ekki mjög oft. Okkur tekst þó að halda einkennum mjög vel niðri, með lyfjameðferðum og öðrum meðferðum. Um fimmtíu prósent þeirra sem hafa þennan sjúkdóm hafa ekki sjúkdómsinnsæi. Þetta er bara þeirra raunveruleiki og það reynir mikið að sannfæra mann um eitthvað [sem það upplifir]. Fyrir tíma geðrofslyfja hvarf fólk inn í geðveikina, þá var fólk bara lokað inni á geðveikrahælum áratugum saman.“ Aðspurð hvort það sé algengt að fólk muni ekki hvað gerist á meðan á geðrofi stendur segir Halldóra: „Það er mjög einstaklingsbundið hvernig þetta er. Það eru til einstaklingar sem muna ekki hvað hefur gengið á en margir muna þetta allt saman. Geðrof er í raun eitt en geðklofi er alvarlegri. Við gætum öll lent í geðrofi ef við myndum ekki sofa svo dögum skipti eða ef eitthvað alvarlegt kæmi fyrir okkur. En okkur myndi örugglega batna.“
Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira