Skautuðu fram hjá Íslandi Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 23. júlí 2015 07:00 Valda hvalveiðar Íslendinga því að boðskort frá erlendum ríkjum "týnast í pósti“? vísir/jón sigurður Fimm ríki gerðu með sér samkomulag þann 16. júlí síðastliðinn um takmarkanir á veiðum á norðurheimskautinu og um rannsóknir á lífríki svæðisins. Íslandi var ekki boðin þátttaka en stendur til boða að ganga að samkomulaginu síðar. Ríkin sem um ræðir eru Bandaríkin, Rússland, Kanada, Noregur og Danmörk fyrir hönd Grænlands. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í viðtali við Skessuhorn á mánudaginn að það kæmi fyrir að Íslandi væri ekki boðið á fundi um málefni hafsins vegna hvalveiða Íslendinga. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins til utanríkisráðuneytisins kemur fram að Íslandi var ekki boðið að taka þátt í samkomulaginu og ekki er gert ráð fyrir því að hvalveiðar Íslands hafi átt í hlut enda á Noregur, sem er hvalveiðiþjóð, þátt í samkomulaginu. Sambærileg fyrirspurn var borin undir bandaríska utanríkisráðuneytið en í svari við henni kemur fram að ríkin fimm sem eiga aðild að samkomulaginu eigi efnahagslögsögu að norðurskautinu og því hafi þau gert með sér samkomulagið. Næsta skref verður að bjóða öðrum ríkjum að taka þátt í samstarfinu og Ísland verður þar á meðal. Samkomulagið sem um ræðir tilgreinir að fiskveiðiskip ríkjanna fimm skuli fylgja fyrirmælum svæðisbundinna fiskveiðistjórnunarsamtaka og að alþjóðlegum reglum um veiði og lífríki sjávar skuli fylgt. Þá stefna samningsaðilar á að koma á fót sameiginlegum rannsóknarvettvangi til að rannsaka og skilja lífríki sjávar við norðurheimskautið. Enn fremur munu aðilar stuðla að sameiginlegu eftirliti á svæðinu og blátt bann er lagt við öllum fiskveiðum sem grafa undan markmiðum samkomulagsins. Ríkisstofnunum í Bandaríkjunum barst í apríl í fyrra tilskipun frá Hvíta húsinu þess efnis að endurskoða ætti samskipti Íslands og Bandaríkjanna á viðeigandi vettvangi og meðal annars skyldi Ísland sniðgengið á fundum og ráðstefnum um málefni hafsins. Í júní í fyrra hélt bandaríska utanríkisráðuneytið til að mynda ráðstefnuna Our Ocean þar sem fulltrúar strandríkja ræddu sjálfbærar fiskveiðar og mengun sjávar en Íslandi var haldið utan við hana. Enn fremur hefur Obama Bandaríkjaforseti sagt að hvalveiðar Íslendinga verði settar undir smásjá Bandaríkjanna og Íslendingar yrðu hvattir til að láta af hvalveiðum. Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Fimm ríki gerðu með sér samkomulag þann 16. júlí síðastliðinn um takmarkanir á veiðum á norðurheimskautinu og um rannsóknir á lífríki svæðisins. Íslandi var ekki boðin þátttaka en stendur til boða að ganga að samkomulaginu síðar. Ríkin sem um ræðir eru Bandaríkin, Rússland, Kanada, Noregur og Danmörk fyrir hönd Grænlands. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í viðtali við Skessuhorn á mánudaginn að það kæmi fyrir að Íslandi væri ekki boðið á fundi um málefni hafsins vegna hvalveiða Íslendinga. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins til utanríkisráðuneytisins kemur fram að Íslandi var ekki boðið að taka þátt í samkomulaginu og ekki er gert ráð fyrir því að hvalveiðar Íslands hafi átt í hlut enda á Noregur, sem er hvalveiðiþjóð, þátt í samkomulaginu. Sambærileg fyrirspurn var borin undir bandaríska utanríkisráðuneytið en í svari við henni kemur fram að ríkin fimm sem eiga aðild að samkomulaginu eigi efnahagslögsögu að norðurskautinu og því hafi þau gert með sér samkomulagið. Næsta skref verður að bjóða öðrum ríkjum að taka þátt í samstarfinu og Ísland verður þar á meðal. Samkomulagið sem um ræðir tilgreinir að fiskveiðiskip ríkjanna fimm skuli fylgja fyrirmælum svæðisbundinna fiskveiðistjórnunarsamtaka og að alþjóðlegum reglum um veiði og lífríki sjávar skuli fylgt. Þá stefna samningsaðilar á að koma á fót sameiginlegum rannsóknarvettvangi til að rannsaka og skilja lífríki sjávar við norðurheimskautið. Enn fremur munu aðilar stuðla að sameiginlegu eftirliti á svæðinu og blátt bann er lagt við öllum fiskveiðum sem grafa undan markmiðum samkomulagsins. Ríkisstofnunum í Bandaríkjunum barst í apríl í fyrra tilskipun frá Hvíta húsinu þess efnis að endurskoða ætti samskipti Íslands og Bandaríkjanna á viðeigandi vettvangi og meðal annars skyldi Ísland sniðgengið á fundum og ráðstefnum um málefni hafsins. Í júní í fyrra hélt bandaríska utanríkisráðuneytið til að mynda ráðstefnuna Our Ocean þar sem fulltrúar strandríkja ræddu sjálfbærar fiskveiðar og mengun sjávar en Íslandi var haldið utan við hana. Enn fremur hefur Obama Bandaríkjaforseti sagt að hvalveiðar Íslendinga verði settar undir smásjá Bandaríkjanna og Íslendingar yrðu hvattir til að láta af hvalveiðum.
Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“