Sendir úr landi án fyrirvara Snærós Sindradóttir skrifar 24. júlí 2015 07:00 Þrettán lögreglumenn fylgdu hópnum með flugi frá landinu. FRONTEX greiðir fyrir gistingu þeirra ytra. Sjö albanskir hælisleitendur, þar af þriggja manna fjölskylda, voru fluttir aftur til Albaníu með flugi á miðvikudagskvöld. Flugvél var leigð undir flutninginn. „Minn umbjóðandi fékk ekki að vita þetta fyrr en honum var birt niðurstaða kærunefndar útlendingamála. Við vorum boðuð þangað með klukkutíma fyrirvara,“ segir Kolbrún Garðarsdóttir, lögmaður eins mannsins. Maðurinn hafði verið hér á landi í tæpt ár. Manninum var synjað um frestun réttaráhrifa og handtekinn á staðnum. Honum var greint frá því að þá um kvöldið yrði flogið með hann aftur til heimalands hans, Albaníu. „Minn umbjóðandi var handtekinn því þeir treystu því ekki að hann skilaði sér í flugið.“ Kolbrún heldur að allir albönsku hælisleitendurnir sem voru staddir hér á landi hafi verið fluttir samtímis með fluginu. „Ég hef á tilfinningunni að kærunefnd útlendingamála hafi flýtt sér að græja öll málin svo hægt væri að safna þeim öllum saman í eina vél.“Kolbrún GarðarsdóttirInnanríkisráðuneytið og Útlendingastofnun óskuðu eftir því að embætti ríkislögreglustjóra sæi um flutning hælisleitendanna. Frávísunin var unnin í samstarfi við FRONTEX, landamærastofnun Evrópusambandsins. Flogið var með fólkið frá Litháen og þaðan til borgarinnar Dusseldorf í Þýskalandi. Þaðan var svo flogið með fólkið til Tirana, höfuðborgar Albaníu. FRONTEX greiðir að fullu kostnaðinn af því að leigja flugvél fyrir hópinn. Aðgerðin var skipulögð af spænsku lögreglunni sem heldur utan um, fyrir hönd FRONTEX, samvinnu á milli ríkja sem vilja vísa fólki frá og senda til sama lands. Spánn leggur út fyrir kostnaðinum en FRONTEX endurgreiðir þann kostnað að endingu. Eins og áður segir voru Albanarnir sjö. Fjórir einstaklingar voru í hópnum og svo þriggja manna fjölskylda. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var um að ræða foreldra og barn. Með hópnum fóru þrettán íslenskir lögreglumenn, frá þremur lögregluembættum, sem sjá til þess að hópurinn komist á leiðarenda. Landamærastofnun Evrópusambandsins greiðir allan kostnað við hótelgistingu lögreglumannanna erlendis. Fréttir af flugi Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Fleiri fréttir Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Sjá meira
Sjö albanskir hælisleitendur, þar af þriggja manna fjölskylda, voru fluttir aftur til Albaníu með flugi á miðvikudagskvöld. Flugvél var leigð undir flutninginn. „Minn umbjóðandi fékk ekki að vita þetta fyrr en honum var birt niðurstaða kærunefndar útlendingamála. Við vorum boðuð þangað með klukkutíma fyrirvara,“ segir Kolbrún Garðarsdóttir, lögmaður eins mannsins. Maðurinn hafði verið hér á landi í tæpt ár. Manninum var synjað um frestun réttaráhrifa og handtekinn á staðnum. Honum var greint frá því að þá um kvöldið yrði flogið með hann aftur til heimalands hans, Albaníu. „Minn umbjóðandi var handtekinn því þeir treystu því ekki að hann skilaði sér í flugið.“ Kolbrún heldur að allir albönsku hælisleitendurnir sem voru staddir hér á landi hafi verið fluttir samtímis með fluginu. „Ég hef á tilfinningunni að kærunefnd útlendingamála hafi flýtt sér að græja öll málin svo hægt væri að safna þeim öllum saman í eina vél.“Kolbrún GarðarsdóttirInnanríkisráðuneytið og Útlendingastofnun óskuðu eftir því að embætti ríkislögreglustjóra sæi um flutning hælisleitendanna. Frávísunin var unnin í samstarfi við FRONTEX, landamærastofnun Evrópusambandsins. Flogið var með fólkið frá Litháen og þaðan til borgarinnar Dusseldorf í Þýskalandi. Þaðan var svo flogið með fólkið til Tirana, höfuðborgar Albaníu. FRONTEX greiðir að fullu kostnaðinn af því að leigja flugvél fyrir hópinn. Aðgerðin var skipulögð af spænsku lögreglunni sem heldur utan um, fyrir hönd FRONTEX, samvinnu á milli ríkja sem vilja vísa fólki frá og senda til sama lands. Spánn leggur út fyrir kostnaðinum en FRONTEX endurgreiðir þann kostnað að endingu. Eins og áður segir voru Albanarnir sjö. Fjórir einstaklingar voru í hópnum og svo þriggja manna fjölskylda. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var um að ræða foreldra og barn. Með hópnum fóru þrettán íslenskir lögreglumenn, frá þremur lögregluembættum, sem sjá til þess að hópurinn komist á leiðarenda. Landamærastofnun Evrópusambandsins greiðir allan kostnað við hótelgistingu lögreglumannanna erlendis.
Fréttir af flugi Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Fleiri fréttir Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Sjá meira