Slapp með skrekkinn í flugvél á fjallstoppi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 4. ágúst 2015 07:00 Fjörutíu ára eins hreyfils flugvél af Piper-gerð endaði á fjallstoppi á Tröllaskaga. Mynd/Rannsóknarnefnd Samgönguslysa Flugmaður sem brotlenti eins hreyfils vél á snæþöktum toppi fjallsins Fláa á Tröllaskaga í júní í fyrra vanmat aðstæður til blindflugs. Þetta segir í niðurstöðu rannsóknarnefndar samgönguslysa. TF-KAJ var flogið frá Akureyrarflugvelli 22. júní í fyrra. Hugðist flugmaðurinn sem var einn um borð fljúga að Miklavatni í Fljótum og lenda þar. „Þegar flugmaðurinn nálgaðist Þorvaldsdal sá hann að þokubakki var í dalnum sem virtist rísa upp og nálgast hann. Hann ákvað því að snúa við. Þegar hann hafði tekið um 90° beygju til vinstri (til suðvesturs) kom þokan snögglega yfir hann og sá hann ekki lengur til jarðar,“ segir í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Flugmaðurinn hafi þá hætt við beygjuna og reynt að halda flugvélinni láréttri og lækka flugið.Rannsóknarnefnd telur að sú ákvörðun flugmannsins að hætta við beygju og halda flugvélinni láréttri um leið og hann lækkaði flugið hafi orðið til þess að ekki fór verr.Mynd/Rannsóknarnefnd Samgönguslysa„Stuttu seinna skall flugvélin á snæviþöktum toppi Fláa og kastaðist upp á ný. Flugmaðurinn dró þá aflið af hreyflinum, togaði stýrið að sér til fulls og flugvélin lenti. Samkvæmt upplýsingum frá flugmanninum stöðvaðist flugvélin um það bil 200 metrum eftir að hún snerti fyrst snjóinn.“ Flugmanninn sakaði ekki en hjólabúnaður og loftskrúfa skemmdust. Rannsóknarnefndin segir að miðað við þær veðurupplýsingar sem lágu fyrir um skýjahæðina, sem hafi verið um þrjú þúsund fet, hafi „verið vafasamt að fljúga samkvæmt sjónflugsreglum yfir fjalllendi sem liggur í svipaðri hæð“.Flugleiðin frá Akureyrarflugvelli.Fram kemur að í útgefinni veðurspá hafi sjónflugsskilyrði milli landshluta þennan dag verið sögð „léleg eða vafasöm víðast hvar“. Ekki hafi verið blindflugsbúnaður í vélinni og hallamælir hafi verið óvirkur. „Flugmaðurinn hafði því ekki haft möguleika á að hafa fulla stjórn á flugvélinni við þær aðstæður sem hann var kominn í og með þann tækjabúnað sem var um borð.“ Um flugmanninn segir að hann hafi verið 49 ára atvinnuflugmaður með yfir fimmtán þúsund klukkustunda flugreynslu, þó aðeins 70 tíma á þessa tilteknu flugvélartegund. Leggur rannsóknarnefndin „áherslu á að flugmenn, og þá sérstaklega þeir sem hafa mikla blindflugsreynslu, vanmeti ekki þær aðstæður sem geta skapast í sjónflugi á flugvélum sem ekki eru útbúnar til blindflugs.“ Fréttir af flugi Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Fleiri fréttir Kristrún hlaut 98 prósent atkvæða Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Sjá meira
Flugmaður sem brotlenti eins hreyfils vél á snæþöktum toppi fjallsins Fláa á Tröllaskaga í júní í fyrra vanmat aðstæður til blindflugs. Þetta segir í niðurstöðu rannsóknarnefndar samgönguslysa. TF-KAJ var flogið frá Akureyrarflugvelli 22. júní í fyrra. Hugðist flugmaðurinn sem var einn um borð fljúga að Miklavatni í Fljótum og lenda þar. „Þegar flugmaðurinn nálgaðist Þorvaldsdal sá hann að þokubakki var í dalnum sem virtist rísa upp og nálgast hann. Hann ákvað því að snúa við. Þegar hann hafði tekið um 90° beygju til vinstri (til suðvesturs) kom þokan snögglega yfir hann og sá hann ekki lengur til jarðar,“ segir í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Flugmaðurinn hafi þá hætt við beygjuna og reynt að halda flugvélinni láréttri og lækka flugið.Rannsóknarnefnd telur að sú ákvörðun flugmannsins að hætta við beygju og halda flugvélinni láréttri um leið og hann lækkaði flugið hafi orðið til þess að ekki fór verr.Mynd/Rannsóknarnefnd Samgönguslysa„Stuttu seinna skall flugvélin á snæviþöktum toppi Fláa og kastaðist upp á ný. Flugmaðurinn dró þá aflið af hreyflinum, togaði stýrið að sér til fulls og flugvélin lenti. Samkvæmt upplýsingum frá flugmanninum stöðvaðist flugvélin um það bil 200 metrum eftir að hún snerti fyrst snjóinn.“ Flugmanninn sakaði ekki en hjólabúnaður og loftskrúfa skemmdust. Rannsóknarnefndin segir að miðað við þær veðurupplýsingar sem lágu fyrir um skýjahæðina, sem hafi verið um þrjú þúsund fet, hafi „verið vafasamt að fljúga samkvæmt sjónflugsreglum yfir fjalllendi sem liggur í svipaðri hæð“.Flugleiðin frá Akureyrarflugvelli.Fram kemur að í útgefinni veðurspá hafi sjónflugsskilyrði milli landshluta þennan dag verið sögð „léleg eða vafasöm víðast hvar“. Ekki hafi verið blindflugsbúnaður í vélinni og hallamælir hafi verið óvirkur. „Flugmaðurinn hafði því ekki haft möguleika á að hafa fulla stjórn á flugvélinni við þær aðstæður sem hann var kominn í og með þann tækjabúnað sem var um borð.“ Um flugmanninn segir að hann hafi verið 49 ára atvinnuflugmaður með yfir fimmtán þúsund klukkustunda flugreynslu, þó aðeins 70 tíma á þessa tilteknu flugvélartegund. Leggur rannsóknarnefndin „áherslu á að flugmenn, og þá sérstaklega þeir sem hafa mikla blindflugsreynslu, vanmeti ekki þær aðstæður sem geta skapast í sjónflugi á flugvélum sem ekki eru útbúnar til blindflugs.“
Fréttir af flugi Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Fleiri fréttir Kristrún hlaut 98 prósent atkvæða Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Sjá meira