Amnesty styðji við lögleiðingu vændis Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 4. ágúst 2015 07:00 Umdeild tillaga Tillaga Amnesty hefur vakið mikla reiði meðal mann- og kvenréttindasamtaka. Fréttablaðið/Valli Fyrir aðalþingi Amnesty International í Dyflinni í næstu viku liggja drög að stefnubreytingu hreyfingarinnar sem miðar að því að Amnesty styðji lögleiðingu vændis víða um heim. Tillagan er afar umdeild en fjöldi fulltrúa mannréttindahreyfinga og kvenréttindasamtaka hafa varað við henni og hafa meðal annars fengið til liðs við sig þungavigtarfólk í Hollywood til að andmæla málstað Amnesty. Þar á meðal eru leikkonurnar Lena Dunham, Kate Winslet, Meryl Streep og annað nafntogað fólk. Íslandsdeild Amnesty sendir sína fulltrúa á aðalþingið en deildin hefur enn ekki tekið afstöðu til málsins.Anna Lúðvíksdóttir„Eins og er komið fram þá liggur þetta fyrir og það sem við teljum mikilvægast er að hlusta á öll sjónarmið og taka okkar afstöðu á grundvelli mannréttinda þessa fólks sem þarna er um að ræða,“ segir Anna Lúðvíksdóttir framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty. Hún segir mikilvægt að fólk setjist niður saman og taki yfirvegaða afstöðu til málsins. Enn sé vika til stefnu og fulltrúar Íslandsdeildarinnar muni fylgjast með öllum hliðum málsins fram að atkvæðagreiðslu. Breytingatillögur við tillöguna gætu til dæmis haft áhrif. Í tillögu Amnesty er meðal annars lögð áhersla á að mannréttindi fólks sem starfar í kynlífsþjónustu séu varin, að barátta gegn mansali og kynbundnu ofbeldi verði efld. Í rökstuðningi sem fylgir tillögu Amnesty er því haldið fram að vísbendingar séu um það að glæpavæðing vændis sé líklegri til að skaða þann sem starfar í kynlífsþjónustu. Viðkomandi sé í meiri hættu á að verða fyrir áreiti og ofbeldi auk þess sem réttindi þeirra á borð við trygginga- og lífeyrismál eru óviðunandi. Hóparnir og einstaklingarnir sem andmæla tillögu Amnesty hafa skrifað samtökunum bréf þar sem miklum vonbrigðum er lýst. Þeir sem skrifa undir bréfið eru sammála því að vernda verði réttindi þeirra sem starfa í kynlífsiðnaði en tillagan muni réttlæta tilvist hórmangara, vændishúsa og verslunar með kynlíf. Í bréfinu benda þau jafnframt á að með lögleiðingu vændis í sumum Evrópuríkjum hafi eftirspurn aukist gríðarlega og mansal samhliða því. Aðspurð um hvort málið umdeilda hafi skapað hita innan Amnesty á alþjóðavísu segir Anna að fólk muni ræða málið af yfirvegun. „Á málefnum Amnesty hefur fólk mismunandi skoðanir og fólk ræðir þetta bara á rólegu nótunum,“ segir hún. Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Sjá meira
Fyrir aðalþingi Amnesty International í Dyflinni í næstu viku liggja drög að stefnubreytingu hreyfingarinnar sem miðar að því að Amnesty styðji lögleiðingu vændis víða um heim. Tillagan er afar umdeild en fjöldi fulltrúa mannréttindahreyfinga og kvenréttindasamtaka hafa varað við henni og hafa meðal annars fengið til liðs við sig þungavigtarfólk í Hollywood til að andmæla málstað Amnesty. Þar á meðal eru leikkonurnar Lena Dunham, Kate Winslet, Meryl Streep og annað nafntogað fólk. Íslandsdeild Amnesty sendir sína fulltrúa á aðalþingið en deildin hefur enn ekki tekið afstöðu til málsins.Anna Lúðvíksdóttir„Eins og er komið fram þá liggur þetta fyrir og það sem við teljum mikilvægast er að hlusta á öll sjónarmið og taka okkar afstöðu á grundvelli mannréttinda þessa fólks sem þarna er um að ræða,“ segir Anna Lúðvíksdóttir framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty. Hún segir mikilvægt að fólk setjist niður saman og taki yfirvegaða afstöðu til málsins. Enn sé vika til stefnu og fulltrúar Íslandsdeildarinnar muni fylgjast með öllum hliðum málsins fram að atkvæðagreiðslu. Breytingatillögur við tillöguna gætu til dæmis haft áhrif. Í tillögu Amnesty er meðal annars lögð áhersla á að mannréttindi fólks sem starfar í kynlífsþjónustu séu varin, að barátta gegn mansali og kynbundnu ofbeldi verði efld. Í rökstuðningi sem fylgir tillögu Amnesty er því haldið fram að vísbendingar séu um það að glæpavæðing vændis sé líklegri til að skaða þann sem starfar í kynlífsþjónustu. Viðkomandi sé í meiri hættu á að verða fyrir áreiti og ofbeldi auk þess sem réttindi þeirra á borð við trygginga- og lífeyrismál eru óviðunandi. Hóparnir og einstaklingarnir sem andmæla tillögu Amnesty hafa skrifað samtökunum bréf þar sem miklum vonbrigðum er lýst. Þeir sem skrifa undir bréfið eru sammála því að vernda verði réttindi þeirra sem starfa í kynlífsiðnaði en tillagan muni réttlæta tilvist hórmangara, vændishúsa og verslunar með kynlíf. Í bréfinu benda þau jafnframt á að með lögleiðingu vændis í sumum Evrópuríkjum hafi eftirspurn aukist gríðarlega og mansal samhliða því. Aðspurð um hvort málið umdeilda hafi skapað hita innan Amnesty á alþjóðavísu segir Anna að fólk muni ræða málið af yfirvegun. „Á málefnum Amnesty hefur fólk mismunandi skoðanir og fólk ræðir þetta bara á rólegu nótunum,“ segir hún.
Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Sjá meira