Erlent

Norska ríkisstjórnin hættir við bann við betli

Atli Ísleifsson skrifar
Dómsmálaráðherra landsins hefur ákveðið að draga frumvarpið til baka.
Dómsmálaráðherra landsins hefur ákveðið að draga frumvarpið til baka. Vísir/Getty
Norska ríkisstjórnin hefur dregið frumvarp um bann við betli til baka. Norska ríkisútvarpið hefur það eftir heimildarmönnum sínum innan stjórnsýslunnar, en hugmyndirnar hafa mætt mikilli mótspyrnu, jafnt innanlands sem erlendis.

Miðflokkurinn á norska þinginu tilkynnti ríkisstjórnarflokkunum að þingmenn flokksins hugðust ekki styðja frumvarpið og varð því ljóst að ekki væri meirihluti á þinginu fyrir tillögunni. Dómsmálaráðherra landsins hafi því ákveðið að draga frumvarpið til baka.

Hægriflokkurinn og Framfaraflokkurinn komu á reglum í kjölfar kosningasigursins 2013 að hvert og eitt sveitarfélag skyldi getað bannað betl á götunum. Í janúr kynntu ríkisstjórnarflokkarnir svo frumvarp sem kvað á um landlægt bann við skipulögðu og almennu betli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×