Erlent

Tveir stungnir til bana í Ósló í morgun

Atli Ísleifsson skrifar
Ekki er ljóst hvort einhver hafi verið handtekinn vegna málsins.
Ekki er ljóst hvort einhver hafi verið handtekinn vegna málsins. Vísir/AFP
Lögregla í Ósló rannsakar nú hvort að tengsl séu milli þess að kona og karl voru stungin til bana með skömmu millibili í borginni í morgun.

Lögregan greinir frá þessu á Twitter-síðu sinni.

Tilkynning barst um að kona hafi fundist með stungusár á Beiteveien í hverfinu Manglerud klukkan 7:38 að staðartíma, og um 40 mínútum síðar barst tilkynning um manninn sem fannst í blóð sínu á Breigata á Grønland. Hann var úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi skömmu síðar.

Allt tiltækt lið lögreglu var kallað út og stendur umfangsmikil leit nú yfir í borginni. Lögregla segir að enn hafi enginn verið handtekinn vegna morðanna og að leitað sé að einum eða fleiri árásarmönnum. Leitað sé að ákveðnum bíl í tengslum við að minnsta kosti aðra árásina og stöðvar lögregla alla bíla á leið út úr borginni vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×