Erlent

46 látnir í bardögum í Kandahar

Atli Ísleifsson skrifar
Fulltrúar afganskra stjórnvalda segja að enn heyrist að skotið sé úr byssum og er búið að aflýsa öllum flugum. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Fulltrúar afganskra stjórnvalda segja að enn heyrist að skotið sé úr byssum og er búið að aflýsa öllum flugum. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/AFP
Að minnsta kosti 46 öryggisstarfsmenn, Talibanar og óbreyttir borgarar hafa fallið í bardögum í afgönsku borginni Kandahar síðasta sólarhringinn.

Í frétt BBC kemur fram að fjöldi fólks hafi einnig verið tekið í gíslingu í árás Talibana á flugvöllinn í Kandahar í gær, þar sem finna má stjórnstöðvar hersveita afganska stjórnarhersins og NATO.

Fulltrúar afganskra stjórnvalda segja að enn heyrist að skotið sé úr byssum og er búið að aflýsa öllum flugum.

Afganska varnarmálaráðuneytið segir að 37 óbreyttir borgarar og liðsmenn öryggissveita hafi fallið og níu Talibanar. 35 til viðbóðar hafa særst í átökunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×