Stígamót fyrir karla Hjálmar Sigmarsson skrifar 9. desember 2015 07:00 „Ég skammaðist mín svo mikið fyrir þetta og ég var sannfærður um að ég ætti ekkert heima á Stígamótum. Ég hélt einhverra hluta vegna að ekki væri tekið á móti körlum sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi.“ Þrátt fyrir að karlar hafi verið velkomnir hingað í mörg ár fáum við á Stígamótum að heyra svona og sambærilegar sögur alltof oft. Það sem verra er, er að alltof margir karlkyns brotaþolar upplifa að þeir hafi ekki rétt á að leita sér hjálpar vegna kynferðisofbeldis eða þá einfaldlega að þeir eigi ekki að þurfa þess – af því þeir eru karlar. Á Stígamótum eru karlar rúmlega 10-20% þeirra brotaþola kynferðisofbeldis sem leita hingað á hverju ári. Rúmlega helmingur þeirra varð fyrir kynferðisofbeldi á barnsaldri. Margir karlar lifa með afleiðingum kynferðisofbeldis árum eða áratugum saman án þess að leita sér hjálpar eða að segja nokkrum frá ofbeldinu. Helsta ástæðan fyrir því að karlar leita ekki eftir aðstoð er sú skömm, sektarkennd og sjálfsásakanir sem þeir finna fyrir og fylgja oft brotaþolum kynferðisofbeldis. Þessum tilfinningum er svo viðhaldið með samfélagslegum ranghugmyndum um karlmennsku annars vegar og kynferðisofbeldi hins vegar.Skaðlegar ranghugmyndir Reynsla okkar á Stígamótum gefur til kynna að ranghugmyndir um kynferðisofbeldi sé ein af meginástæðum þess að brotaþolar, bæði konur og karlar, taka á sig skömmina og tjá sig síður um ofbeldið. Þegar kemur að körlunum er menning okkar enn stútfull af alls konar karlmennskuhugmyndum sem gera ákveðnar kröfur til karla, til dæmis: Að karlar eigi að hafa stjórn á öllum sviðum lífsins; að karlar eigi að vera til í kynlíf hvar sem er, hvenær sem er og með nánast hverjum sem er; og að þeir eigi ekki að þurfa að leita sér hjálpar þegar þeir verða fyrir áföllum. Margir karlar kenna sér um að hafa ekki haft stjórn á gerandanum eins og „alvöru“ karlar eiga að geta gert í hvaða aðstæðum sem er. Í staðinn ættu skilaboðin að vera þessi: Karlar verða fyrir kynferðisofbeldi, bæði sem börn og á fullorðinsaldri; afleiðingar þess eru mjög skaðlegar og geta dregið verulega úr lífsgæðum þeirra.Bætt líðan Undanfarin misseri hefur umræðan um karlkyns brotaþola aukist og hafa Stígamót reynt markvisst að tryggja að þeim sé mætt með skilningi þegar þeir leita sér hjálpar. Reynslan á Stígamótum sýnir að eftir a.m.k. fjögur viðtöl lýsir fólk aukinni sjálfsvirðingu og dregið hefur úr þunglyndi, kvíða og streitu. Markmiðið er að tryggja að fleiri karlkyns brotaþolar eigi svona sögu að segja: „Eftir að ég leitaði mér hjálpar, þá var eins og þungu fargi væri létt af mér. Ég gat farið að tala um reynslu mína og takast á við þær tilfinningar sem ég var búinn að lifa með árum saman.“ Við á Stígamótum munum halda áfram að vekja athygli á þjónustu okkar fyrir karlkyns brotaþola og af því tilefni verður haldinn fundur fimmtudagsmorguninn 10. desember á Stígamótum, titlaður „Karlar á Stígamótum“. Hallgrímur Helgason verður sérstakur gestur okkar á fundinum og mun hann flytja erindi og lesa úr bók sinni „Sjóveikur í München“. Einnig munu Stígamót kynna nýjan fræðslubækling um og fyrir karlkyns brotaþola. Morgunverðarfundurinn fer fram á Stígamótum, kl. 8:30-10:00, Laugavegi 170, 2. hæð. Húsið verður opnað kl. 8:00 og boðið upp á léttar veitingar. Verið öll velkomin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
„Ég skammaðist mín svo mikið fyrir þetta og ég var sannfærður um að ég ætti ekkert heima á Stígamótum. Ég hélt einhverra hluta vegna að ekki væri tekið á móti körlum sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi.“ Þrátt fyrir að karlar hafi verið velkomnir hingað í mörg ár fáum við á Stígamótum að heyra svona og sambærilegar sögur alltof oft. Það sem verra er, er að alltof margir karlkyns brotaþolar upplifa að þeir hafi ekki rétt á að leita sér hjálpar vegna kynferðisofbeldis eða þá einfaldlega að þeir eigi ekki að þurfa þess – af því þeir eru karlar. Á Stígamótum eru karlar rúmlega 10-20% þeirra brotaþola kynferðisofbeldis sem leita hingað á hverju ári. Rúmlega helmingur þeirra varð fyrir kynferðisofbeldi á barnsaldri. Margir karlar lifa með afleiðingum kynferðisofbeldis árum eða áratugum saman án þess að leita sér hjálpar eða að segja nokkrum frá ofbeldinu. Helsta ástæðan fyrir því að karlar leita ekki eftir aðstoð er sú skömm, sektarkennd og sjálfsásakanir sem þeir finna fyrir og fylgja oft brotaþolum kynferðisofbeldis. Þessum tilfinningum er svo viðhaldið með samfélagslegum ranghugmyndum um karlmennsku annars vegar og kynferðisofbeldi hins vegar.Skaðlegar ranghugmyndir Reynsla okkar á Stígamótum gefur til kynna að ranghugmyndir um kynferðisofbeldi sé ein af meginástæðum þess að brotaþolar, bæði konur og karlar, taka á sig skömmina og tjá sig síður um ofbeldið. Þegar kemur að körlunum er menning okkar enn stútfull af alls konar karlmennskuhugmyndum sem gera ákveðnar kröfur til karla, til dæmis: Að karlar eigi að hafa stjórn á öllum sviðum lífsins; að karlar eigi að vera til í kynlíf hvar sem er, hvenær sem er og með nánast hverjum sem er; og að þeir eigi ekki að þurfa að leita sér hjálpar þegar þeir verða fyrir áföllum. Margir karlar kenna sér um að hafa ekki haft stjórn á gerandanum eins og „alvöru“ karlar eiga að geta gert í hvaða aðstæðum sem er. Í staðinn ættu skilaboðin að vera þessi: Karlar verða fyrir kynferðisofbeldi, bæði sem börn og á fullorðinsaldri; afleiðingar þess eru mjög skaðlegar og geta dregið verulega úr lífsgæðum þeirra.Bætt líðan Undanfarin misseri hefur umræðan um karlkyns brotaþola aukist og hafa Stígamót reynt markvisst að tryggja að þeim sé mætt með skilningi þegar þeir leita sér hjálpar. Reynslan á Stígamótum sýnir að eftir a.m.k. fjögur viðtöl lýsir fólk aukinni sjálfsvirðingu og dregið hefur úr þunglyndi, kvíða og streitu. Markmiðið er að tryggja að fleiri karlkyns brotaþolar eigi svona sögu að segja: „Eftir að ég leitaði mér hjálpar, þá var eins og þungu fargi væri létt af mér. Ég gat farið að tala um reynslu mína og takast á við þær tilfinningar sem ég var búinn að lifa með árum saman.“ Við á Stígamótum munum halda áfram að vekja athygli á þjónustu okkar fyrir karlkyns brotaþola og af því tilefni verður haldinn fundur fimmtudagsmorguninn 10. desember á Stígamótum, titlaður „Karlar á Stígamótum“. Hallgrímur Helgason verður sérstakur gestur okkar á fundinum og mun hann flytja erindi og lesa úr bók sinni „Sjóveikur í München“. Einnig munu Stígamót kynna nýjan fræðslubækling um og fyrir karlkyns brotaþola. Morgunverðarfundurinn fer fram á Stígamótum, kl. 8:30-10:00, Laugavegi 170, 2. hæð. Húsið verður opnað kl. 8:00 og boðið upp á léttar veitingar. Verið öll velkomin.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar