Erlent

Maður á sextugsaldri handtekinn vegna morðanna í Ósló

Atli Ísleifsson skrifar
Ekki er ljóst hvort að nokkur tengsl hafi verið milli fórnarlambanna á þessari stundu. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Ekki er ljóst hvort að nokkur tengsl hafi verið milli fórnarlambanna á þessari stundu. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/AFP
Lögregla í Ósló hefur handtekið mann á sextugsaldri vegna gruns um að hafa banað karli og konu með hnífi í morgun.

„Við teljum að maðurinn tengist báðum árásunum. Enn er of snemmt að segja nokkuð um ástæður morðanna,“ segir Grete Lien Metlid, talskona lögreglu á fréttamannafundi.



Í frétt VG
 kemur fram að norsk kona hafi verið drepin í hverfinu Manglerud, en að maðurinn sem myrtur var nokkru síðar hafi einnig verið norskur, en af erlendum uppruna.

Ekki er ljóst hvort að nokkur tengsl hafi verið milli fórnarlambanna á þessari stundu.

Tilkynning barst um að kona hafi fundist með stungusár á Beiteveien í hverfinu Manglerud klukkan 7:38 að staðartíma, og um 40 mínútum síðar barst tilkynning um manninn sem fannst í blóð sínu á Breigata á Grønland. Hann var úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi skömmu síðar.


Tengdar fréttir

Tveir stungnir til bana í Ósló í morgun

Lögregla í Ósló rannsakar nú hvort að tengsl séu milli þess að kona og karl voru stungin til bana með skömmu millibili í borginni í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×