Erlent

Hryðjuverkin í París: Viðbúnaðarstig hækkað í Genf

Atli Ísleifsson skrifar
Upplýsingar hafa borist lögreglu um að grunaðir hryðjuverkamenn séu nú í borginni eða næsta nágrenni hennar.
Upplýsingar hafa borist lögreglu um að grunaðir hryðjuverkamenn séu nú í borginni eða næsta nágrenni hennar. Vísir/AFP
Lögregla í Sviss hefur hækkað viðbúnaðarstig í Genf þar sem umfangsmikil leit stendur nú yfir í borginni af mönnum sem taldir eru að tengist hryðjuverkaárásinni í París þann 13. nóvember síðastliðinn.

Í frétt BBC kemur fram að talsmaður lögreglu segir að upplýsingar um að grunaðir menn séu nú í borginni eða nánasta umhverfi hennar hafi komið á borð lögreglu.

130 manns féllu í hryðjuverkaárásunum í París í síðasta mánuði. Salah Abdeslam, einn skipuleggjenda árásanna, er enn á flótta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×