Erlent

Fyrstu "glasahvolparnir“ komnir í heiminn

Atli Ísleifsson skrifar
Hvolparnir sem komu í heiminn voru af tegundinni seven beagle og beagle-spaniel blendingur.
Hvolparnir sem komu í heiminn voru af tegundinni seven beagle og beagle-spaniel blendingur. Mynd/Cornell
Vísindamenn við Cornell-háskóla í Bandaríkjunum segja að þeim hafi tekist að koma fyrstu hvolpunum sem verða til eftir glasameðferð í heiminn. Tilraunir hafa staðið yfir um árabil.

Vísindamennirnir segja þetta auka möguleika á að fjölga hundum af tegundum sem eru í útrýmingarhættu, auk þess að hjálpa til í baráttunni gegn sjúkdómum í mönnum og dýrum.

Í frétt BBC kemur fram að hvolparnir sem komu í heiminn hafi verið af tegundinni beagle og beagle-spaniel blendingar.

Frystum fósturvísum hafði verið komið fyrir í tík, með sambærilegum aðferðum og notast er við fyrir mannfólk.

Vandamál höfðu áður komið upp með að frysta fósturvísa, en rannsóknarteymið segist nú hafa náð að þróa fullkomnari aðferðir sem hafi skilað góðum árangri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×