Erlent

Rúmlega 2.400 tróðust undir í Mekka í september

Atli ísleifsson skrifar
Trúarhátíð múslíma í Mekka, hajj, stóð yfir í september og er áætlað að um þrjár milljónir manna hafi komið þar saman.
Trúarhátíð múslíma í Mekka, hajj, stóð yfir í september og er áætlað að um þrjár milljónir manna hafi komið þar saman. vísir/AFP
Að minnsta kosti 2.411 pílagrímar tróðust undir þegar verið var að halda upp á hajj í Mekka í Sádi-Arabíu í september.

Þetta kemur fram í yfirliti sem AP birtir, en talan er nærri þrefalt hærri en talan sem sádi-arabísk stjórnvöld hafa greint frá.

Nokkur hundruð pílagríma er enn saknað og því kann raunveruleg tala látinna að vera mun hærri. Ríkisborgarar frá 36 löndum fórust í troðningnum.

Trúarhátíð múslíma í Mekka, hajj, stóð yfir í september og er áætlað að um þrjár milljónir manna hafi komið þar saman.

Múslímar þurfa að fara í pílagrímsferð til Mekku, hinnar heilagrar borgar í Sádi-Arabíu og fæðingarborg Múhameðs spámanns, að minnsta kosti einu sinni á ævinni ef fjárhagur og heilsa leyfa.

Fólkið tróðst undir í borginni Mina, skammt frá Mekka, en þar eru þrjár súlur sem pílagrímarnir kasta steinum að til að minnast þess þegar djöfullinn freistaði Ísmaels og Abrahams.


Tengdar fréttir

453 pílagrímar látnir í Mekka

Talsmenn sádi-arabískra yfirvalda hafa staðfest að 453 hafi látist eftir að hafa troðist undir fyrir utan Mekka.

Konungurinn fer fram á öryggisúttekt

Konungur Sádí Arabíu hefur farið fram á að gerð verði öryggisúttekt á Hajj, trúarhátíð múslima í Mekka, þar sem að minnsta kosti 717 pílagrímar létu lífið í troðningi í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×