Erlent

Núna mæta um 300 eftirlifendur

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Horft út úr varðskála. Gestir á lóð útrýmingarbúða nasista í Auschwitz í Oswiecim í Póllandi í gær.
Horft út úr varðskála. Gestir á lóð útrýmingarbúða nasista í Auschwitz í Oswiecim í Póllandi í gær. Fréttablaðið/AP
Búist er við að 300 eftirlifendur helfararinnar sæki heim útrýmingarbúðir nasista í dag til að minnast þess að nú eru 70 ár liðin frá því að eftirlifandi fangar þar voru frelsaðir. Yngstu eftirlifendurnir eru á áttræðisaldri.

Fyrir áratug, þegar 60 ár voru liðin frá því að bandamenn tóku búðirnar, mættu 1.500 eftirlifendur.

„Móðir mín, systur, bróðir og faðir eiga sér engar grafir sem ég get heimsótt. Koman hingað er eins og leið til að kveðja,“ segir Rose Schindler, 85 ára, ein af tólf úr yfir 300 manna fjölskyldu sem lifðu helförina af.

Hún heimsótti Auschwitz fyrir tuttugu árum en sagðist vilja koma einu sinni enn til að minnast fjölskyldunnar sem hún missti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×